Paul Pogba er í landsliðshópi Frakka sem að mætir Íslandi í vináttuleik í Guingamp eftir slétta viku, fimmtudaginn ellefta október.
Didier Deschamps, þjálfari heimsmeistara Frakka, tilkynnti hópinn í dag en þar eru allir bestu leikmenn liðsins eins og Pogba, Kante og Kylian Mbappé.
Franska liðið mætir Íslandi og á svo leik í Þjóðadeildinni líkt og Ísland en strákarnir okkar mæta Sviss á Laugardalsvelli 15. október.
Íslenski hópurinn verður tilkynntur á morgun klukkan 13.15 í beinni útsendingu á Vísi.
Franski hópurinn:
Markverðir:
Alphonse Areloa - PSG
Hugo Lloris - Tottenham
Steve Mandanda - Marseille
Varnarmenn:
Lucas Digne - Everton
Lucas Hernandez - Atletio Madrid
Presnel Kimpembe - PSG
Benjamin Pavard - Stuttgart
Mamadou Sakho - Crystal Palace
Djibril Sidibe - Mónakó
Raphael Varane - Real Madrid
Kurt Zouma - Everton
Miðjumenn:
N'Golo Kante - Chelsea
Thomas Lemar - Atletico Madrid
Blaise Matuidi - Juventus
Tanguy Ndombele - Lyon
Steven Nzonzi - Roma
Paul Pogba - Man Utd
Sóknarmenn:
Ousmane Dembele - Barcelona
Nabil Fekir - Lyon
Olivier Giroud - Chelsea
Antoine Griezmann - Atletico Madrid
Kylian Mbappe - PSG
Florian Thauvin - Marseille
