Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. október 2018 07:00 Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. fréttablaðið/andri marinó Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira