Félag sem vill alltaf vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. „Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira