Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. október 2018 17:05 Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vísir/Getty Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06