Kim Larsen snerti dönsku þjóðina beint í hjartað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen lék oftar en einu sinni á tónleikum hér á Ísland, meðal annars áriðð 2005. Fréttablaðið/Heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen andaðist í gær 72 ára að aldri. Kim hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og sjúkdómurinn hafði að lokum betur. Einn helsti aðdáandi kappans á Íslandi segir að hálfgerð þjóðarsorg sé nú í Danmörku. „Ég var sjö ára þegar ég heyrði fyrst af Kim Larsen. Þá var ég búsettur í Danmörku og hann átti að koma fram í spjallþætti. Það voru allir að tala um þáttinn og gera ráðstafanir hvar þeir ætluðu að horfa á hann. Það var nánast eins og það væri stórviðburður á borð við lok seinna stríðs eða tungllendingin að eiga sér stað,“ segir Kjartan Guðmundsson, fjölmiðlamaður og poppfræðingur. Vinur Kjartans brá á það ráð að taka upp frammistöðu Larsens þetta kvöld í þættinum og varð hinn versti þegar einhver opnaði sælgætispoka meðan tónlistarmaðurinn flutti lög sín. Það kom nefnilega niður á hljómgæðum kasettunnar. „Eftir því sem maður eltist gerði maður sér betur grein fyrir því að Kim tókst að tappa inn í dönsku þjóðarsálina með hætti sem engum hefur tekist. Þó hann hafi orðið stjarna náði hann alltaf að halda sterkri tengingu við litla manninn og náði að vera gæinn á götunni. Það er erfitt að finna einhvern sem var illa við hann,“ segir Kjartan. Sem dæmi um slíkt nefnir Kjartan að hann hafi alla tíð verið á móti konungsveldinu og því prjáli sem því fylgir. Afþakkaði hann meðal annars riddarakross þeirra Dana af þeirri ástæðu. Þá tapaði hann sér þegar Danir stefndu að því að banna reykingar á opinberum stöðum og varði miklum tíma og orku í að berjast gegn því með kjafti og klóm. Sat hann meðal annars fundi með ráðherrum og stjórnmálamönnum vegna þessa. Það má fylgja sögunni að reykingabannið danska er talsvert smærra í sniðum en víða annars staðar. Aðspurður um eftirminnilegustu minningu sína sem tengist Kim segir Kjartan að það að sjá hann á sviði sé ofarlega en það gerði hann alls fimm sinnum, þrisvar í Danmörku og tvisvar á Íslandi. Ein minning standi þó upp úr. „Um aldamótin var ég búsettur í Kaupmannahöfn og ætlaði að fara með vini mínum, sem var í heimsókn, út á lífið. Þegar við komum á staðinn sem við ætluðum á var búið að skella í lás. Ég bankaði upp á til að kanna hvort dyravörðurinn sæi aumur á okkur,“ segir Kjartan. Dyravörðurinn gerði gott betur en það en hann tók á móti þeim líkt og kóngafólk væri á ferðinni. Þegar hann leit til baka sá hann að Kim og kona hans stóðu fyrir aftan þá en þau voru mætt til að sjá son sinn spila á staðnum. „Dyravörðurinn hélt að við værum í slagtogi með honum,“ segir Kjartan og hlær. „Við spjölluðum örstutta stund og svo kvöddumst við með því að ég gaf honum eld.“ Tónlistarmaðurinn tilkynnti í desember að hann væri veikur en fæstir vissu af því að svo stutt væri í endalokin. Hann spilaði á tónleikum í sumar en þurfti að fresta nokkrum af heilsufarsástæðum. Þá vann hann að nýrri plötu skömmu fyrir andlátið og áttu því flestir von á því að hann væri að ná heilsu. „Ég held að fólk hafi ekki verið búið undir þetta enda eru viðbrögðin úti eftir því. Í minningarorðum Berlingske Tidende var Kim Larsen lýst sem Danmörku. Það er nokkuð nálægt sannleikanum,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bubbi segir Kim Larsen hafa samið einn fallegasta kærleikssöng allra tíma Segir Danann hafa kennt sér að vera trúr uppruna sínum og hlustar reglulega á Larsen til að tengja sig við móðurlandið. 30. september 2018 15:01 Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen andaðist í gær 72 ára að aldri. Kim hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og sjúkdómurinn hafði að lokum betur. Einn helsti aðdáandi kappans á Íslandi segir að hálfgerð þjóðarsorg sé nú í Danmörku. „Ég var sjö ára þegar ég heyrði fyrst af Kim Larsen. Þá var ég búsettur í Danmörku og hann átti að koma fram í spjallþætti. Það voru allir að tala um þáttinn og gera ráðstafanir hvar þeir ætluðu að horfa á hann. Það var nánast eins og það væri stórviðburður á borð við lok seinna stríðs eða tungllendingin að eiga sér stað,“ segir Kjartan Guðmundsson, fjölmiðlamaður og poppfræðingur. Vinur Kjartans brá á það ráð að taka upp frammistöðu Larsens þetta kvöld í þættinum og varð hinn versti þegar einhver opnaði sælgætispoka meðan tónlistarmaðurinn flutti lög sín. Það kom nefnilega niður á hljómgæðum kasettunnar. „Eftir því sem maður eltist gerði maður sér betur grein fyrir því að Kim tókst að tappa inn í dönsku þjóðarsálina með hætti sem engum hefur tekist. Þó hann hafi orðið stjarna náði hann alltaf að halda sterkri tengingu við litla manninn og náði að vera gæinn á götunni. Það er erfitt að finna einhvern sem var illa við hann,“ segir Kjartan. Sem dæmi um slíkt nefnir Kjartan að hann hafi alla tíð verið á móti konungsveldinu og því prjáli sem því fylgir. Afþakkaði hann meðal annars riddarakross þeirra Dana af þeirri ástæðu. Þá tapaði hann sér þegar Danir stefndu að því að banna reykingar á opinberum stöðum og varði miklum tíma og orku í að berjast gegn því með kjafti og klóm. Sat hann meðal annars fundi með ráðherrum og stjórnmálamönnum vegna þessa. Það má fylgja sögunni að reykingabannið danska er talsvert smærra í sniðum en víða annars staðar. Aðspurður um eftirminnilegustu minningu sína sem tengist Kim segir Kjartan að það að sjá hann á sviði sé ofarlega en það gerði hann alls fimm sinnum, þrisvar í Danmörku og tvisvar á Íslandi. Ein minning standi þó upp úr. „Um aldamótin var ég búsettur í Kaupmannahöfn og ætlaði að fara með vini mínum, sem var í heimsókn, út á lífið. Þegar við komum á staðinn sem við ætluðum á var búið að skella í lás. Ég bankaði upp á til að kanna hvort dyravörðurinn sæi aumur á okkur,“ segir Kjartan. Dyravörðurinn gerði gott betur en það en hann tók á móti þeim líkt og kóngafólk væri á ferðinni. Þegar hann leit til baka sá hann að Kim og kona hans stóðu fyrir aftan þá en þau voru mætt til að sjá son sinn spila á staðnum. „Dyravörðurinn hélt að við værum í slagtogi með honum,“ segir Kjartan og hlær. „Við spjölluðum örstutta stund og svo kvöddumst við með því að ég gaf honum eld.“ Tónlistarmaðurinn tilkynnti í desember að hann væri veikur en fæstir vissu af því að svo stutt væri í endalokin. Hann spilaði á tónleikum í sumar en þurfti að fresta nokkrum af heilsufarsástæðum. Þá vann hann að nýrri plötu skömmu fyrir andlátið og áttu því flestir von á því að hann væri að ná heilsu. „Ég held að fólk hafi ekki verið búið undir þetta enda eru viðbrögðin úti eftir því. Í minningarorðum Berlingske Tidende var Kim Larsen lýst sem Danmörku. Það er nokkuð nálægt sannleikanum,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bubbi segir Kim Larsen hafa samið einn fallegasta kærleikssöng allra tíma Segir Danann hafa kennt sér að vera trúr uppruna sínum og hlustar reglulega á Larsen til að tengja sig við móðurlandið. 30. september 2018 15:01 Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bubbi segir Kim Larsen hafa samið einn fallegasta kærleikssöng allra tíma Segir Danann hafa kennt sér að vera trúr uppruna sínum og hlustar reglulega á Larsen til að tengja sig við móðurlandið. 30. september 2018 15:01