Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu.

Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið.
„Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“
Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann.

Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu.
„Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“
Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“.
Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.