Gamlingjar stýra tískunni Elín Albertsdóttir skrifar 18. október 2018 10:00 Frá sýningu Dior á tískuviku í París. Coco Chanel var sannkallaður brautryðjandi í kventísku. Nútímaleg viðhorf hennar gerðu hana að einni mikilvægustu persónu í fatahönnun á 20. öldinni. Hún setti ný viðmið í fegurð og glæsileika sem enn í dag hafa áhrif. Á þessum árum voru frægustu fatahönnuðir dagsins í dag að fæðast. Þar má nefna Karl Lagerfeld sem er 85 ára, Valentino, 86 ára, Giorgio Armani, 84 ára, Ralph Lauren, 79 ára, Calvin Klein, 76 ára, Issey Miyake, 80 ára, og Pierre Cardin, 96 ára. Það er í rauninni stórmerkilegt hversu langa sögu þessir herramenn eiga í tískuheiminum. Næsta kynslóð karlkyns tískuhönnuða er líka farin að eldast, það eru til dæmis Jean Paul Gaultier, 66 ára, Tommy Hilfiger, 67 ára, Tom Ford, 57 ára, Michel Kors, 59 ára, og Marc Jacobs, 55 ára. Margar konur koma líka að tískunni með afgerandi hætti en fáar hafa verið jafnlengi að og herrarnir. Vivienne Westwood, 77 ára, hefur skapað sér fágaðan stíl, sömuleiðis Jil Sander, 75 ára, Diane von Furstenberg, 72 ára, og Vera Wang, 69 ára, svo einhverjar séu nefndar. Sonia Rykiel hafði sömuleiðis mikil áhrif á tískuheiminn ásamt Yves Saint Laurent og Oscar de la Renta sem öll eru látin. Vissulega eru yngri konur á borð við Donnu Karan, Victoriu Beckham og Stellu McCartney sannarlega vinsælar í tískuheiminum. París hefur alltaf verið alþjóðleg miðstöð tískunnar og þar var fyrsta tískuvikan haldin. Eftir 1950 breyttist tískan mikið og sérstakur unglingastíll leit dagsins ljós. Hippa-tískan birtist á sjöunda áratugnum og gallabuxur urðu allsráðandi hjá báðum kynjum. Um leið og tískan varð almennari hjá venjulegum borgurum fjölgaði tískuhúsum en ekki síður tískubúðum með ódýrari tískuvarning. Frægustu merkin halda þó uppi heiðri nýjustu tískunnar hverju sinni og eiga sér fjölda aðdáenda og fastra viðskiptavina, ekki síst í heimi ríka og fræga fólksins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Coco Chanel var sannkallaður brautryðjandi í kventísku. Nútímaleg viðhorf hennar gerðu hana að einni mikilvægustu persónu í fatahönnun á 20. öldinni. Hún setti ný viðmið í fegurð og glæsileika sem enn í dag hafa áhrif. Á þessum árum voru frægustu fatahönnuðir dagsins í dag að fæðast. Þar má nefna Karl Lagerfeld sem er 85 ára, Valentino, 86 ára, Giorgio Armani, 84 ára, Ralph Lauren, 79 ára, Calvin Klein, 76 ára, Issey Miyake, 80 ára, og Pierre Cardin, 96 ára. Það er í rauninni stórmerkilegt hversu langa sögu þessir herramenn eiga í tískuheiminum. Næsta kynslóð karlkyns tískuhönnuða er líka farin að eldast, það eru til dæmis Jean Paul Gaultier, 66 ára, Tommy Hilfiger, 67 ára, Tom Ford, 57 ára, Michel Kors, 59 ára, og Marc Jacobs, 55 ára. Margar konur koma líka að tískunni með afgerandi hætti en fáar hafa verið jafnlengi að og herrarnir. Vivienne Westwood, 77 ára, hefur skapað sér fágaðan stíl, sömuleiðis Jil Sander, 75 ára, Diane von Furstenberg, 72 ára, og Vera Wang, 69 ára, svo einhverjar séu nefndar. Sonia Rykiel hafði sömuleiðis mikil áhrif á tískuheiminn ásamt Yves Saint Laurent og Oscar de la Renta sem öll eru látin. Vissulega eru yngri konur á borð við Donnu Karan, Victoriu Beckham og Stellu McCartney sannarlega vinsælar í tískuheiminum. París hefur alltaf verið alþjóðleg miðstöð tískunnar og þar var fyrsta tískuvikan haldin. Eftir 1950 breyttist tískan mikið og sérstakur unglingastíll leit dagsins ljós. Hippa-tískan birtist á sjöunda áratugnum og gallabuxur urðu allsráðandi hjá báðum kynjum. Um leið og tískan varð almennari hjá venjulegum borgurum fjölgaði tískuhúsum en ekki síður tískubúðum með ódýrari tískuvarning. Frægustu merkin halda þó uppi heiðri nýjustu tískunnar hverju sinni og eiga sér fjölda aðdáenda og fastra viðskiptavina, ekki síst í heimi ríka og fræga fólksins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira