Sigrún Markúsdóttir er eigandi verslunarinnar. „Akkúrat er konsept-verslun og við leitumst við að vera með um ca. 70 prósent íslenska hönnun og 30 prósent erlenda hönnun, aðallega frá Norðurlöndunum,“ segir Sigrún.

Það sé mikilvægt að til séu verslanir sem bjóði upp á alla flóruna í íslenskri hönnun, líkt og Akkúrat.
„Útlendingar eru mjög ánægðir með verslunina en við viljum einnig vera sú verslun sem Íslendingar vilja helst koma í til að skoða og kaupa íslenska hönnun og list.
Auðvitað eru fleiri verslanir hér sem eru líka með marga íslenska hönnuði en við teljum okkur vera með mjög breitt og gott úrval og sambland af því besta og áhugaverðasta hverju sinni.“