Var kátt á hjalla hjá þeim fjórmenningum þrátt fyrir úrslitin fyrr um kvöldið. Ísland tapaði fyrir Sviss 1:2 og kom Rúrik inn á í leiknum en Kolbeinn var ónotaður varamaður. Guðlaugur Victor var fjarverandi vegna meiðsla. Sátu þeir í sófunum þægilegu sem þar eru inni og spjölluðu saman. Tóku ekki leik á borðtennisborðinu sem er niðri enda þreyttir eftir landsliðstörnina.

Rúrik átti hörkuskot í leiknum sem fór rétt fram hjá en hann flaug til síns heima í Þýskalandi í gær. Lið hans Sandhausen þarf á öllum hans kröftum að halda í annarri deildinni en liðið situr í næstneðsta sæti með einn sigurleik í fyrstu níu leikjunum.
Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zürich sem er í öðru sæti í svissnesku deildinni og saga Kolbeins með Nantes ætti að vera öllum kunn en hann hefur ekki spilað deildarleik í rúm tvö ár.