Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu er komið út og sem fyrr er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni. Þar ber kannski hæst skemmtilegt viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu sem er mikil veiðikona og hefur veitt frá því að hún var smástelpa.

Halldór Gunnarsson í Veiðibúllunni segir frá viðureign við 400 punda Blue Merlin í Mexíkó en hann fór í ferð þangað ásamt félögum sínum og það er óhætt að segja að sú ferð hafi verið eftirminnileg.
Sportveiðiblaðið tekur einnig fyrir 40 ára afmæli Skotvís og að lokum er blaðið kyddað með eftirminnilegri veiðisögu úr Straumfjarðará.