Hjörvar: Svo margar leiðir á EM 2020 að við hljótum að finna einhverja Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2018 21:30 Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. vísir/skjáskot Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira