Að geta talað allan daginn hentar vel 17. október 2018 10:00 Pétur Ívarsson verslunarstjóri Boss búðarinnar í Kringluni. Fréttablaðið/Eyþór Pétur Ívarsson hefur starfað sem verslunarstjóri Boss búðarinnar í Kringlunni í 19 ár. Hann segir að sölumennskan í herrafatageiranum snúist um að mynda einstakt viðskiptasamband sem nær jafnvel frá einni kynslóð til annarrar.Hver eru þín helstu áhugamál? Hlaup er aðaláhugamál mitt. Ég reyni að hlaupa að minnsta kosti tvö maraþon á hverju ári. Þetta árið hef ég tekið þrjú; Boston, Reykjavík og núna síðast Chicago þar sem ég náði öðru sinni að fara undir þrjá tíma. Svo hef ég náð að tengja þetta áhugamál mitt við vinnuna. Ég hef til að mynda verið með þrjár fjáröflunaruppákomur í Reykjavíkurmaraþoni þar sem ég einn eða fleiri hafa hlaupið heilt maraþon uppáklædd í jakkaföt eða kjóla til styrktar málefnum tengdum börnum. Ég hef með góðri hjálp náð að safna tæpum fimm milljónum í þessi þrjú skipti.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna alltaf klukkan 7, geri hafragraut og egg fyrir Pop [Pétur Orra Pétursson] og geri hann kláran í skólann. Una byrjar fyrr en ég þannig að ég reyni að henda í eins og eina vél þegar grauturinn er til, fæ mér nokkra espresso og geri sjálfan mig kláran. Ég reyni yfirleitt að klára hlaupaæfingar fyrir vinnu. Þá er hádegið laust fyrir ræktina eða aðra tilfallandi hluti.Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Síðasti fyrirlestur sem ég fór á var á expóinu fyrir Boston-maraþonið þar sem ég hlustaði á einhvern elítuhlaupara. Hann fór yfir hlaupaleiðina í þessu elsta árlega maraþonhlaupi heims sem hefur verið hlaupið í 122 skipti. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Ég og yngsti sonurinn erum heimsstyrjaldarnördar og skiptumst á að lesa upphátt hvor fyrir annan. Nú erum við að lesa saman um orustuna um Bretland en þar áður lásum við um innrásina í Normandí. Fyrir ári fórum við til Normandí og skoðuðum stríðsminjar frá D-degi. Síðan þá hefur það bara verið allur pakkinn. Lestur bóka um stríðið og gerð flugvélamódela frá seinna stríði.Hvað er það skemmtilegasta við starfið þitt? Starfið er mjög skemmtilegt og satt best að segja hefur mér alltaf þótt og þykir enn 20 árum seinna skemmtilegt. Það er svo margt sem hægt er að telja upp eins og innkaup, þegar maður pantar fatnaðinn fyrir næsta season. Það að geta talað nánast allan daginn hentar mér vel. Ég er ekki þekktur fyrir að vera hljóðlátur. Það sem stendur þó upp úr eftir öll þessi ár er að sjá sömu viðskiptavinina aftur og aftur. Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ungir menn, komnir með fyrstu alvöru vinnuna sína og orðnir að fullgildum skattgreiðendum, koma og kaupa sín föt sjálfir. Þessa sömu stráka sá ég fyrst með foreldrum sínum þegar þeir voru börn. Seinna fengu þeir stúdentsfötin og síðan fötin þegar þeir útskrifuðust úr æðra námi. Málið er að „það getur hver sem er selt hverjum sem er hvað sem er einu sinni“ en það er ekki sölumennska. Að mínu mati snýst þetta um að selja fólki aftur og aftur. Þetta er einstakt samband sem þú myndar milli þín og viðskiptavinarins og í samvinnu finnum við lausn og allir græða. Þetta er það skemmtilegasta við vinnuna.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu og rekstrarumhverfinu? Helstu áskoranirnar í verslun í dag felast í því að viðhalda því að það sé einstök upplifun að koma í verslunina og fá að snerta vöruna og fá um hana allar þær upplýsingar sem þú sækist eftir. Boss búðin er hluti af fyrirtækinu Fötum og skóm og í öllum verslunum Fata og skóa eru starfsmenn með áralanga starfsreynslu og reynslu af innkaupum. Starfsmannavelta er mjög lítil og hafa eigendur gefið okkur starfsmönnum mjög frjálsar hendur við stjórnun hverrar deildar. Þetta er lykillinn að ánægju starfsmanna. Ég tel að ánægður starfsmaður sé lykillinn að góðum árangri og það að öllum finnist þeir vera hluti af sama liði.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Ég tel að þær breytingar sem hafa orðið á verslun hjá mörgum komi minna við okkur en marga aðra í sama geira því eins og ég sagði þá vill fólk enn snerta og upplifa það að koma inn í fallegar verslanir. Samt sem áður höfum við verið mjög duglegir við að kynna okkar vörur á samfélagsmiðlum og í okkar bransa skiptir það máli. Ég er þó á þeirri skoðun að þú verðir að vera sannur á þeim vettvangi, sýna hvað þú stendur fyrir og bjóða á eins heiðarlegan hátt og mögulegt er. En á samfélagsmiðlum þarf maður að vera mjög virkur að svara öllum fyrirspurnum sem koma á öllum tímum sólarhrings. Tæknin er síðan algjör bylting þegar kemur að því að selja fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Það hringir og spyr um vöru og kviss bang fær sendar myndir af henni á næstu sekúndu. Ég held að í framtíðinni eigi fólk eftir að forvinna meira og koma betur upplýst þegar það verslar. Allir í öllum geirum upplifa það að fólk er búið að gúgla sig upp áður en það mætir í búð, til læknis og svo framvegis.Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Satt best að segja þá sé ég mig ekki vinna við annað eftir tíu ár enda hef ég mjög gaman af þessu og er frekar góður í þessu. Ég gæti þó séð mig sem einhvern sem þjálfaði upp starfsmenn og þrusaði yfir hópi fólks um reynslu mína af sölumennsku og liðsuppbyggingu. Ég gæti jafnvel séð mig vinna við það sem áhugamálið en ekki sem aðalstarf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Pétur Ívarsson hefur starfað sem verslunarstjóri Boss búðarinnar í Kringlunni í 19 ár. Hann segir að sölumennskan í herrafatageiranum snúist um að mynda einstakt viðskiptasamband sem nær jafnvel frá einni kynslóð til annarrar.Hver eru þín helstu áhugamál? Hlaup er aðaláhugamál mitt. Ég reyni að hlaupa að minnsta kosti tvö maraþon á hverju ári. Þetta árið hef ég tekið þrjú; Boston, Reykjavík og núna síðast Chicago þar sem ég náði öðru sinni að fara undir þrjá tíma. Svo hef ég náð að tengja þetta áhugamál mitt við vinnuna. Ég hef til að mynda verið með þrjár fjáröflunaruppákomur í Reykjavíkurmaraþoni þar sem ég einn eða fleiri hafa hlaupið heilt maraþon uppáklædd í jakkaföt eða kjóla til styrktar málefnum tengdum börnum. Ég hef með góðri hjálp náð að safna tæpum fimm milljónum í þessi þrjú skipti.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna alltaf klukkan 7, geri hafragraut og egg fyrir Pop [Pétur Orra Pétursson] og geri hann kláran í skólann. Una byrjar fyrr en ég þannig að ég reyni að henda í eins og eina vél þegar grauturinn er til, fæ mér nokkra espresso og geri sjálfan mig kláran. Ég reyni yfirleitt að klára hlaupaæfingar fyrir vinnu. Þá er hádegið laust fyrir ræktina eða aðra tilfallandi hluti.Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Síðasti fyrirlestur sem ég fór á var á expóinu fyrir Boston-maraþonið þar sem ég hlustaði á einhvern elítuhlaupara. Hann fór yfir hlaupaleiðina í þessu elsta árlega maraþonhlaupi heims sem hefur verið hlaupið í 122 skipti. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Ég og yngsti sonurinn erum heimsstyrjaldarnördar og skiptumst á að lesa upphátt hvor fyrir annan. Nú erum við að lesa saman um orustuna um Bretland en þar áður lásum við um innrásina í Normandí. Fyrir ári fórum við til Normandí og skoðuðum stríðsminjar frá D-degi. Síðan þá hefur það bara verið allur pakkinn. Lestur bóka um stríðið og gerð flugvélamódela frá seinna stríði.Hvað er það skemmtilegasta við starfið þitt? Starfið er mjög skemmtilegt og satt best að segja hefur mér alltaf þótt og þykir enn 20 árum seinna skemmtilegt. Það er svo margt sem hægt er að telja upp eins og innkaup, þegar maður pantar fatnaðinn fyrir næsta season. Það að geta talað nánast allan daginn hentar mér vel. Ég er ekki þekktur fyrir að vera hljóðlátur. Það sem stendur þó upp úr eftir öll þessi ár er að sjá sömu viðskiptavinina aftur og aftur. Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ungir menn, komnir með fyrstu alvöru vinnuna sína og orðnir að fullgildum skattgreiðendum, koma og kaupa sín föt sjálfir. Þessa sömu stráka sá ég fyrst með foreldrum sínum þegar þeir voru börn. Seinna fengu þeir stúdentsfötin og síðan fötin þegar þeir útskrifuðust úr æðra námi. Málið er að „það getur hver sem er selt hverjum sem er hvað sem er einu sinni“ en það er ekki sölumennska. Að mínu mati snýst þetta um að selja fólki aftur og aftur. Þetta er einstakt samband sem þú myndar milli þín og viðskiptavinarins og í samvinnu finnum við lausn og allir græða. Þetta er það skemmtilegasta við vinnuna.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu og rekstrarumhverfinu? Helstu áskoranirnar í verslun í dag felast í því að viðhalda því að það sé einstök upplifun að koma í verslunina og fá að snerta vöruna og fá um hana allar þær upplýsingar sem þú sækist eftir. Boss búðin er hluti af fyrirtækinu Fötum og skóm og í öllum verslunum Fata og skóa eru starfsmenn með áralanga starfsreynslu og reynslu af innkaupum. Starfsmannavelta er mjög lítil og hafa eigendur gefið okkur starfsmönnum mjög frjálsar hendur við stjórnun hverrar deildar. Þetta er lykillinn að ánægju starfsmanna. Ég tel að ánægður starfsmaður sé lykillinn að góðum árangri og það að öllum finnist þeir vera hluti af sama liði.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Ég tel að þær breytingar sem hafa orðið á verslun hjá mörgum komi minna við okkur en marga aðra í sama geira því eins og ég sagði þá vill fólk enn snerta og upplifa það að koma inn í fallegar verslanir. Samt sem áður höfum við verið mjög duglegir við að kynna okkar vörur á samfélagsmiðlum og í okkar bransa skiptir það máli. Ég er þó á þeirri skoðun að þú verðir að vera sannur á þeim vettvangi, sýna hvað þú stendur fyrir og bjóða á eins heiðarlegan hátt og mögulegt er. En á samfélagsmiðlum þarf maður að vera mjög virkur að svara öllum fyrirspurnum sem koma á öllum tímum sólarhrings. Tæknin er síðan algjör bylting þegar kemur að því að selja fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Það hringir og spyr um vöru og kviss bang fær sendar myndir af henni á næstu sekúndu. Ég held að í framtíðinni eigi fólk eftir að forvinna meira og koma betur upplýst þegar það verslar. Allir í öllum geirum upplifa það að fólk er búið að gúgla sig upp áður en það mætir í búð, til læknis og svo framvegis.Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Satt best að segja þá sé ég mig ekki vinna við annað eftir tíu ár enda hef ég mjög gaman af þessu og er frekar góður í þessu. Ég gæti þó séð mig sem einhvern sem þjálfaði upp starfsmenn og þrusaði yfir hópi fólks um reynslu mína af sölumennsku og liðsuppbyggingu. Ég gæti jafnvel séð mig vinna við það sem áhugamálið en ekki sem aðalstarf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira