Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 22:51 Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira