Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 22:51 Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira