Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Íþróttadeild skrifar 15. október 2018 20:46 Gylfi í baráttunni í kvöld. Vísir/vilhelm Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30