Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Íþróttadeild skrifar 15. október 2018 20:46 Gylfi í baráttunni í kvöld. Vísir/vilhelm Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30