Mannauður og ný tækni umfjöllunarefni á ársfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Heimsljós kynnir 12. október 2018 17:00 Þessa dagana standa yfir ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí í Indónesíu, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna. Eitt megin fundarefnið í ár er umfjöllun um það hvernig nýta megi mannauð og nýja tækni til framþróunar. Fundunum lýkur á sunnudagskvöld. „Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu sem sækir fundina fyrir Íslands hönd. Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en ríkin átta deila stjórnarsæti í bankanum og samræma því málflutning sinn og afstöðu til málefna. Petteri Orpo fjármálaráðherra Finnlands situr nú í Þróunarnefndinni fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur sameiginlegt ávarp kjördæmisins.Ísland í formennsku á næsta áriÁ næsta ári leiðir Ísland leiða kjördæmisstarfið til tveggja ára en í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins. Tilkynnt á dögunum að Geir H. Haarde sendiherra myndi taka það sæti. Deild fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu í þróunarsamvinnuskrifstofu leiðir einnig næstu tvö árin samræmingu á málefnastarfi kjördæmisins í höfuðborgum kjördæmislanda. Þá mun utanríkisráðherra mun eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. Stór hluti framlaga Íslands til Alþjóðabankasamsteypunnar fer til Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem er sú stofnun bankans sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum, auk ráðgjafar. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning til sömu ríkja í gegnum áætlun Alþjóðaframfarastofnunarinnar um niðurfellingu á skuldum fátækustu ríkjanna. Á síðasta ári gerði Ísland samning til fimm ára (2017-2021) við sjóð Alþjóðabankans á sviði fiskimála, PROFISH sem settur var á laggirnar árið 2005, með það að markmiði að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra. Dagskrá fundanna á BalíWorld Bank Meetings/ DevexÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent
Þessa dagana standa yfir ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí í Indónesíu, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna. Eitt megin fundarefnið í ár er umfjöllun um það hvernig nýta megi mannauð og nýja tækni til framþróunar. Fundunum lýkur á sunnudagskvöld. „Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu sem sækir fundina fyrir Íslands hönd. Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en ríkin átta deila stjórnarsæti í bankanum og samræma því málflutning sinn og afstöðu til málefna. Petteri Orpo fjármálaráðherra Finnlands situr nú í Þróunarnefndinni fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur sameiginlegt ávarp kjördæmisins.Ísland í formennsku á næsta áriÁ næsta ári leiðir Ísland leiða kjördæmisstarfið til tveggja ára en í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins. Tilkynnt á dögunum að Geir H. Haarde sendiherra myndi taka það sæti. Deild fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu í þróunarsamvinnuskrifstofu leiðir einnig næstu tvö árin samræmingu á málefnastarfi kjördæmisins í höfuðborgum kjördæmislanda. Þá mun utanríkisráðherra mun eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. Stór hluti framlaga Íslands til Alþjóðabankasamsteypunnar fer til Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem er sú stofnun bankans sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum, auk ráðgjafar. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning til sömu ríkja í gegnum áætlun Alþjóðaframfarastofnunarinnar um niðurfellingu á skuldum fátækustu ríkjanna. Á síðasta ári gerði Ísland samning til fimm ára (2017-2021) við sjóð Alþjóðabankans á sviði fiskimála, PROFISH sem settur var á laggirnar árið 2005, með það að markmiði að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra. Dagskrá fundanna á BalíWorld Bank Meetings/ DevexÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent