Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. október 2018 10:00 Emmsjé Gauti slakaði á í Grikklandi í aðdraganda útkomu plötunnar. Hann er stoltur af þessari plötu. Horfir ekki mikið í baksýnisspegilinn þó að hann virði sín fyrri verk. Hann segir að þessi plata sé rólegri en þær fyrri. Fréttablaðið/Eyþór Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira