Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 22:00 Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir.
Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29