Alfreð: Sendum yfirlýsingu með frammistöðunni í Frakklandi Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:36 Alfreð Finnbogason fagnar marki. Vísir/Getty „Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
„Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira