Gríðarleg vinna að taka stöðuna á leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15
Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00
Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13