Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2018 22:30 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira