Hamrén: Vonandi fá strákarnir fullan völl á mánudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2018 21:29 Erik Hamrén. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira