Viðskipti innlent

Kaupþing seldi sig úr sænsku tæknifyrirtæki

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Paul Copley, forstjóri Kaupþings
Paul Copley, forstjóri Kaupþings
Kaupþing hefur selt 3,1 prósents hlut sinn í sænska heilbrigðistæknifyrirtækinu Episurf Medical. Gengið var frá sölunni í seinni hluta síðasta mánaðar en kaupendur voru einkafjárfestar á Norðurlöndunum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2009 en Pal Ryfors, núverandi forstjóri þess, stýrði áður endurskipulagningu á starfsemi Kaupþings á Norðurlöndunum.

Þá sat Björg Arnardóttir, þáverandi starfsmaður Kaupþings, í tilnefningarnefnd Episurf Medical á árunum 2016 til 2017.

Kaupþing hefur unnið að sölu eigna síðustu ár en eignarhaldsfélagið átti eignir upp á samtals 233 milljarða króna í lok síðasta árs. Félagið seldi sem kunnugt er fjórðungshlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans í júní síðastliðnum og fer nú með 32,67 prósenta hlut í bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×