Ólíklegt að Bandaríkjadalur gefi eftir á næstunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2018 06:30 Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. Vísir/Getty Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent