Gerði orð Tinu Fey að sínum Benedikt Bóas skrifar 29. október 2018 07:00 Björgvin Franz kann alveg ágætlega við sig bakvið tjöldin en verkið fæddist í Harvardskólanum fræga. Fréttablaðið/Anton Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira
Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira