„Það veitti ekki af eftir þetta mikla svikasumar sem við fengum að spýta í smá sumarfíling svona rétt fyrir jólin. Við höfum alltaf reynt að leyfa lögunum að vera þannig að þau nýtist aðeins umfram jólin. Við erum að vinna með að henda þeim í spilun áður en desember gengur í garð. Jólalög fá enga spilun nema í desember þannig að það er gott að vera með vetrarvæn lög,“ segir Sigurður.
Lagið nefnist á portúgölsku Águas de Março og um textann sá Birkir Blær Ingólfsson.

Mörg íslensk jólalög eru upprunalega ítalskir poppsmellir og segir Sigurður að þetta sé svipað nema að þau hafi bara beygt í hina áttina.
Jólatónleikar Siggu og Sigga verða í Eldborg þann 17. desember og svo eftir það á Græna hattinum á Akureyri. GÓSS, sem eru þau tvö auk Guðmundar Óskars, verða í Iðnó 31. október og Skyrgerðinni Hveragerði 16. nóvember. Fyrir utan það er Siggi í Ellý í Borgarleikhúsinu auk þess sem Hjálmar snúa aftur á skemmtistaðinn Húrra í kvöld. Já, og Baggalútur fær Sigurð svo til liðs við sig um jólin. Þetta eru flóknir tímar í lífi tónlistarmannsins
„Þetta er svolítið eins og að skella sér á vertíð eða á sjó. Maður er lítið heima, mikið að vinna en lyktar mögulega aðeins betur en úti á sjó,“ segir Sigurður hlæjandi.