„Ég dó úr hungri átta ára“ Heimsljós kynnir 25. október 2018 12:30 Gladys Kyotungire. WFP Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti. Auglýsingin er einnig til kynningar á smáforriti WFP, Share the Meal. Í upphafi auglýsingarinnar sést Miriam, ung kona, á fundi með fréttamönnum þar sem hún er í þann veginn að greina frá nýjum uppgötvunum í læknisfræði. En Miriam segir áhorfendum að engin tilkynning um læknisfræðilega uppgötvun verði kynnt því hún hafi ekki farið í læknanám eða fengið nokkra menntun. Með kuldalegri röddu sem breytist í rödd átta ára stúlkubarns segir Miriam: „Ég dó úr hungri átta ára.“ Auglýsingin þykir líkleg til að vekja athygli. Í grein á fréttaveitu Devex skrifar Carine Umuhumuza aðstoðarritstjóri að með auglýsingunni að horfið sé frá staðalímyndum um hungur með myndum af litlum svörtum og brúnum börnum með útbelgda maga og hor í nös, svokölluðu fátæktarklámi. Kosturinn við auglýsingu WFP sé sá að raunveruleg afrísk kona sé í aðalhlutverki og það sé hennar rödd sem greini frá örlögum stúlkunnar. Hina ímynduðu Miram Akede leikur Gladys Kyotungire frá Úganda, sem að mati WFP hafði til að bera persónuleika sem almenningur getur séð sem ósvikinn boðbera. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein þriggja stofnana innan Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuenytið styður í neyðar- og mannaúðaraðstoð en stofnunin starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heiminum.Miriam could have been me/ WFPOn Message: A new kind of hunger ad/ DevexÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti. Auglýsingin er einnig til kynningar á smáforriti WFP, Share the Meal. Í upphafi auglýsingarinnar sést Miriam, ung kona, á fundi með fréttamönnum þar sem hún er í þann veginn að greina frá nýjum uppgötvunum í læknisfræði. En Miriam segir áhorfendum að engin tilkynning um læknisfræðilega uppgötvun verði kynnt því hún hafi ekki farið í læknanám eða fengið nokkra menntun. Með kuldalegri röddu sem breytist í rödd átta ára stúlkubarns segir Miriam: „Ég dó úr hungri átta ára.“ Auglýsingin þykir líkleg til að vekja athygli. Í grein á fréttaveitu Devex skrifar Carine Umuhumuza aðstoðarritstjóri að með auglýsingunni að horfið sé frá staðalímyndum um hungur með myndum af litlum svörtum og brúnum börnum með útbelgda maga og hor í nös, svokölluðu fátæktarklámi. Kosturinn við auglýsingu WFP sé sá að raunveruleg afrísk kona sé í aðalhlutverki og það sé hennar rödd sem greini frá örlögum stúlkunnar. Hina ímynduðu Miram Akede leikur Gladys Kyotungire frá Úganda, sem að mati WFP hafði til að bera persónuleika sem almenningur getur séð sem ósvikinn boðbera. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein þriggja stofnana innan Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuenytið styður í neyðar- og mannaúðaraðstoð en stofnunin starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heiminum.Miriam could have been me/ WFPOn Message: A new kind of hunger ad/ DevexÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent