Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 09:00 Tvö mótorhjól elta McLaren-sportbíl yfir George-torgið í Glasgow. Um 200 manns koma að verkefninu. NordicPhotos/Getty Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira