FIFA-fíklarnir fá sinn skammt Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 16:52 Cristiano Ronaldo er fyrirferðarmikill í FIFA 19. EA SPORTS **Áður en ég byrja þessa rýni vil ég biðja alla aðdáendur Leikjavísis afsökunar á því að Samúel Karl Ólason er ekki að skrifa hana. Ég er alveg jafn svekktur og þið yfir því en Sammi, þó hann sé ótrúlegur á allan hátt, getur bara ekki verið í öllu og stórir leikir væntanlegir sem krefjast athygli hans.** FIFA-leikina þekkja langflestir sem hafa áhuga á íþróttatölvuleikjum en þessi leikjasería á sér 25 ára sögu. Hann hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og er oftast reynt að kynna einhverja nýjung í hvert sinn, misgóðar og misnauðsynlegar, en það er alltaf verið að reyna. Leikurinn í ár finnst mér fljótt á litið vera framför frá síðasta leik. Mér finnst léttara yfir því hvernig leikmönnum er stjórnað, uppspilið á bolta er skemmtilegra og meðfærilegra að mínu mati og hreyfingar leikmanna smurðari en áður. Styrkleiki og veikleiki leikmanna eru sýnilegri þegar maður beitir þeim, Romelu Lukaku er eins og naut að styrk og Kylian Mbappé er eins og eldflaug með aksturseiginleika Teslu-bifreiðar. Það er kannski eitt atriði sem maður setur spurningarmerki við og það eru eiginleikar varnarmannanna. Mér finnst þeir á köflum alltof góðir miðað við hverju þeir skila á raunheiminum. Þeir límast við sóknarmennina sem bugast undan þunganum og missa alla trú á lífinu og boltann um leið. Þetta er væntanlega gert svo það sé aðeins auðveldara að verjast í þessum leik og mögulega ekki búið að finna aðra leið til að útfæra varnarleikinn. Þetta er ekki stórkostlegur galli, gerir leikinn ekkert óbærilegan í spilun, ég skemmti mér alltaf konunglega, en bara svona atriði sem kemur upp í hugann í pirringskasti í hvert skipti sem maður missir boltann í ákjósanlegri stöðu. Í FIFA 19 er kynnt til sögunnar eiginleiki sem ég ætla að kalla hér „tímasett afgreiðsla“ eða „Timed Finish“ eins og leikjahönnuðirnir kjósa að kalla það. Þessi nýi fítus er mögulega eins og himnasending fyrir langt leidda FIFA-sjúklinga, og þessa sem eru góðir í leiknum frá náttúrunnar hendi. Hann gefur spilurum færi á að tímasetja skot sín í leiknum með meiri nákvæmni ef svo má segja með því að ýta einu sinni á skottakkann og svo aftur rétt áður en boltinn hafnar á skotfætinum. Þetta þarfnast nokkurrar æfingar en nái spilarar góðu valdi á þessum nýja fítus þá verða skotin mun kraftmeiri og ófyrirsjáanlegri fyrir markverðina. Ég verða seint talinn eitthvað undrabarn í FIFA og ekki lagt á mig nógu mikla vinnu til að ná þessum skotum, allavega þannig að það hafi verið fullkomlega viljandi. Þetta er engu að síður áhugaverð breyting sem gefur leiknum nýja vídd og örugglega kærkomin tilbreyting fyrir þá sem eru lengra komnir í þessum leik og mun væntanlega gefa þeim mikið forskot sem leggja það á sig að ná valdi á þessari skottækni. Reglubreytingarnar eru líka kærkomin viðbót við FIFA-kvöldin með vinunum. Þetta er stillingaratriði á leiknum þar sem spilarar geta valið að spila eftir engum reglum. Það þýðir að það er engin rangstaða, engin brot, ekki neitt. Bara harka og algjör glundroði þar sem menn á borð við Fellaini fá að njóta góðs af öllu skyrinu sem þeir hafa borðað í gegnum tíðina. Þá er einnig hægt að stilla reglurnar þannig að mark skorað fyrir utan teig gefi í raun tvö mörk og einnig er að hægt að setja það skilyrði að það lið sem skorar missir leikmann af velli.Niðurstaðan er þessi: FIFA 19 er fínasta viðbót í þessari seríu. Hér engin bylting á ferðinni, meira af því sama með smávægilegum breytingum sem koma ágætlega út. FIFA-fíklarnir fá sinn skammt, ef svo má segja. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
**Áður en ég byrja þessa rýni vil ég biðja alla aðdáendur Leikjavísis afsökunar á því að Samúel Karl Ólason er ekki að skrifa hana. Ég er alveg jafn svekktur og þið yfir því en Sammi, þó hann sé ótrúlegur á allan hátt, getur bara ekki verið í öllu og stórir leikir væntanlegir sem krefjast athygli hans.** FIFA-leikina þekkja langflestir sem hafa áhuga á íþróttatölvuleikjum en þessi leikjasería á sér 25 ára sögu. Hann hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og er oftast reynt að kynna einhverja nýjung í hvert sinn, misgóðar og misnauðsynlegar, en það er alltaf verið að reyna. Leikurinn í ár finnst mér fljótt á litið vera framför frá síðasta leik. Mér finnst léttara yfir því hvernig leikmönnum er stjórnað, uppspilið á bolta er skemmtilegra og meðfærilegra að mínu mati og hreyfingar leikmanna smurðari en áður. Styrkleiki og veikleiki leikmanna eru sýnilegri þegar maður beitir þeim, Romelu Lukaku er eins og naut að styrk og Kylian Mbappé er eins og eldflaug með aksturseiginleika Teslu-bifreiðar. Það er kannski eitt atriði sem maður setur spurningarmerki við og það eru eiginleikar varnarmannanna. Mér finnst þeir á köflum alltof góðir miðað við hverju þeir skila á raunheiminum. Þeir límast við sóknarmennina sem bugast undan þunganum og missa alla trú á lífinu og boltann um leið. Þetta er væntanlega gert svo það sé aðeins auðveldara að verjast í þessum leik og mögulega ekki búið að finna aðra leið til að útfæra varnarleikinn. Þetta er ekki stórkostlegur galli, gerir leikinn ekkert óbærilegan í spilun, ég skemmti mér alltaf konunglega, en bara svona atriði sem kemur upp í hugann í pirringskasti í hvert skipti sem maður missir boltann í ákjósanlegri stöðu. Í FIFA 19 er kynnt til sögunnar eiginleiki sem ég ætla að kalla hér „tímasett afgreiðsla“ eða „Timed Finish“ eins og leikjahönnuðirnir kjósa að kalla það. Þessi nýi fítus er mögulega eins og himnasending fyrir langt leidda FIFA-sjúklinga, og þessa sem eru góðir í leiknum frá náttúrunnar hendi. Hann gefur spilurum færi á að tímasetja skot sín í leiknum með meiri nákvæmni ef svo má segja með því að ýta einu sinni á skottakkann og svo aftur rétt áður en boltinn hafnar á skotfætinum. Þetta þarfnast nokkurrar æfingar en nái spilarar góðu valdi á þessum nýja fítus þá verða skotin mun kraftmeiri og ófyrirsjáanlegri fyrir markverðina. Ég verða seint talinn eitthvað undrabarn í FIFA og ekki lagt á mig nógu mikla vinnu til að ná þessum skotum, allavega þannig að það hafi verið fullkomlega viljandi. Þetta er engu að síður áhugaverð breyting sem gefur leiknum nýja vídd og örugglega kærkomin tilbreyting fyrir þá sem eru lengra komnir í þessum leik og mun væntanlega gefa þeim mikið forskot sem leggja það á sig að ná valdi á þessari skottækni. Reglubreytingarnar eru líka kærkomin viðbót við FIFA-kvöldin með vinunum. Þetta er stillingaratriði á leiknum þar sem spilarar geta valið að spila eftir engum reglum. Það þýðir að það er engin rangstaða, engin brot, ekki neitt. Bara harka og algjör glundroði þar sem menn á borð við Fellaini fá að njóta góðs af öllu skyrinu sem þeir hafa borðað í gegnum tíðina. Þá er einnig hægt að stilla reglurnar þannig að mark skorað fyrir utan teig gefi í raun tvö mörk og einnig er að hægt að setja það skilyrði að það lið sem skorar missir leikmann af velli.Niðurstaðan er þessi: FIFA 19 er fínasta viðbót í þessari seríu. Hér engin bylting á ferðinni, meira af því sama með smávægilegum breytingum sem koma ágætlega út. FIFA-fíklarnir fá sinn skammt, ef svo má segja.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira