Enski boltinn

Fyrrum leikmönnum United ekki skemmt: „Strákar gegn mönnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferdinand var ekki skemmt í kvöld þegar hann fór yfir leikinn með Alan Shearer og Gary Liniker.
Ferdinand var ekki skemmt í kvöld þegar hann fór yfir leikinn með Alan Shearer og Gary Liniker. vísir/getty
Þeir voru ekki upplitsdjarfir fyrrum leikmenn Manchester United sem fjölluðu um leik Manchester og Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Juventus vann leikinn 1-0 á Old Trafford með marki frá Argentínumanninum Paulo Dybala en menn sem léku mörg hundruð leiki fyrir United var ekki skemmt í kvöld.

„Ef þú þyrftir að lýsa þessum leik í stuttu máli þá var þetta strákar gegn mönnum. Það var rosalegur munur á liðunum er þeir höfðu boltann,“ sagði varnarmaðurinn Rio Ferdinand við BT Sports. Paul Scholes tók í sama streng.

„Þeir litu út eins og lið sem hafði spilað lengi saman og var einu stigi fyrir ofan United. Það sem er sorglegast er að þetta virðist ásættanleg frammistaða,“ sagði Scholes og bætti við:

„Ekki bara frá stuðningsmönnunum heldur einnig frá leikmönnunum. Juventus lítur út eins og lið sem getur farið alla leið í ár og unnið Meistaradeildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×