UN Women styrkir fyrirtækjarekstur dreifbýliskvenna í Gvatemala Heimsljós kynnir 23. október 2018 17:00 Kvennahópurinn í Gvatemala. Candelaria Pec fjórða frá hægri á myndinni. UN Women „Einu sinni var það þannig að konurnar unnu öll heimilisstörf og við vorum dauðþreyttar á því að bera einar ábyrgð á þeirri vinnu. Núna skiptum við heimilisverkunum á milli okkar og vinnuframlag beggja aðila er jafnt. Mennirnir sækja eldivið og hlúa að uppskerunni meðan við eldum og reiðum fram matinn, ræktum grænmeti og búum til sjampóið,“ segir Candelaria Pec, ein kvenna í Gvatemala sem hefur notið stuðnings UN Women. „Eiginmenn okkar skilja nú að við getum haft stjórn á eigin fjármálum og fært björg í bú. Við erum meðvitaðar um efnahagsleg réttindi okkar og þeir komast ekki lengur upp með ósanngirni í okkar garð,” segir hún.Candelaria er einn þátttakenda í verkefni á vegum UN Women sem miðar að því að auka fjárhagslegt sjálfstæði dreifbýliskvenna í Gvatemala. Hún tilheyrir hópi kvenna sem frá því í fyrra hefur markaðssett lífrænt sjampó sem þær búa til úr hráefnum á borð við kakó, lárperur og Aloe vera. Hráefnin rækta þær sjálfar á búgörðum sínum. UN Women fengu markaðsfyrirtæki til að hanna merki og umbúðir utan um sjampóið sem konurnar seldu á mörkuðum í bænum til að byrja með. Reksturinn hefur blómstrað mikið á stuttum tíma og er varan komin í dreifingu í nærliggjandi bæjum. Hópurinn hefur einnig hlotið fjármálafræðslu, sett upp sparnað og komið upp lánasjóði fyrir meðlimi samfélagsins sem kemur sér einstaklega vel. Til dæmis gat dóttir einna konunnar fengið hagstætt lán hjá sjóðnum fyrir námsgjöldum sem gerði henni kleift að stunda háskólanám. Þannig heldur vinna hópsins áfram að gefa til samfélagsins og styrkja það. „Ég ákvað að taka þátt í verkefninu vegna þess að ég vissi að það myndi bæta hag heimilisins“ segir Candelaria Pec. „Með stuðningi frá UN Women getum við ræktað okkar eigin mat og bætt lífskjör okkar,“ segir hún en UN Women hefur stutt við bakið á rúmlega 1600 konum í sveitum Gvatemala. Af þeim hafa 135 stofnað eigið fyrirtæki. Stuðningur UN Women við dreifbýliskonur í Gvatemala gerir því hópi af konum í Polochic-dalnum kleift að færa björg í bú með eigin rekstri. Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið telur í því samhengi mikilvægt að styðja við UN Women sem áherslustofnunar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Vefur UN WomenÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
„Einu sinni var það þannig að konurnar unnu öll heimilisstörf og við vorum dauðþreyttar á því að bera einar ábyrgð á þeirri vinnu. Núna skiptum við heimilisverkunum á milli okkar og vinnuframlag beggja aðila er jafnt. Mennirnir sækja eldivið og hlúa að uppskerunni meðan við eldum og reiðum fram matinn, ræktum grænmeti og búum til sjampóið,“ segir Candelaria Pec, ein kvenna í Gvatemala sem hefur notið stuðnings UN Women. „Eiginmenn okkar skilja nú að við getum haft stjórn á eigin fjármálum og fært björg í bú. Við erum meðvitaðar um efnahagsleg réttindi okkar og þeir komast ekki lengur upp með ósanngirni í okkar garð,” segir hún.Candelaria er einn þátttakenda í verkefni á vegum UN Women sem miðar að því að auka fjárhagslegt sjálfstæði dreifbýliskvenna í Gvatemala. Hún tilheyrir hópi kvenna sem frá því í fyrra hefur markaðssett lífrænt sjampó sem þær búa til úr hráefnum á borð við kakó, lárperur og Aloe vera. Hráefnin rækta þær sjálfar á búgörðum sínum. UN Women fengu markaðsfyrirtæki til að hanna merki og umbúðir utan um sjampóið sem konurnar seldu á mörkuðum í bænum til að byrja með. Reksturinn hefur blómstrað mikið á stuttum tíma og er varan komin í dreifingu í nærliggjandi bæjum. Hópurinn hefur einnig hlotið fjármálafræðslu, sett upp sparnað og komið upp lánasjóði fyrir meðlimi samfélagsins sem kemur sér einstaklega vel. Til dæmis gat dóttir einna konunnar fengið hagstætt lán hjá sjóðnum fyrir námsgjöldum sem gerði henni kleift að stunda háskólanám. Þannig heldur vinna hópsins áfram að gefa til samfélagsins og styrkja það. „Ég ákvað að taka þátt í verkefninu vegna þess að ég vissi að það myndi bæta hag heimilisins“ segir Candelaria Pec. „Með stuðningi frá UN Women getum við ræktað okkar eigin mat og bætt lífskjör okkar,“ segir hún en UN Women hefur stutt við bakið á rúmlega 1600 konum í sveitum Gvatemala. Af þeim hafa 135 stofnað eigið fyrirtæki. Stuðningur UN Women við dreifbýliskonur í Gvatemala gerir því hópi af konum í Polochic-dalnum kleift að færa björg í bú með eigin rekstri. Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið telur í því samhengi mikilvægt að styðja við UN Women sem áherslustofnunar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Vefur UN WomenÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent