Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 09:00 Vilborg Arna Gissurardóttir er eitt andlitanna í auglýsingunni. Íslandsstofa kynnir herferðina „Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland að því er segir í tilkynningu. Níu Íslendingar koma fram í myndböndum og veita innsýn í íslenskt samfélag í gegnum sín störf og áhugamál t.d. Eliza Reid, forsetafrú og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngugarpur og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur. „Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag.Samhliða stafrófunum voru gerð níu myndbönd þar Íslendingar með mismunandi bakgrunn gefa innsýn í íslenskt atvinnulíf og samfélag gegnum sín störf og áhugamál. Eliza Reid, forsetafrú, talar um jafnrétti á Íslandi og af hverju Íslendingar mælast iðulega hátt á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims, göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir gefur ráð um hvernig á að ferðast á ábyrgan hátt um íslenska náttúru, Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur, segir frá drykkjar- og matarmenningu á Íslandi og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, útskýrir norðurljósin. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, útskýrir hvernig jarðvarmaorka er nýtt á Íslandi, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, verkfræðingur, fjallar um nýsköpun og upplýsingatækni, Georg Halldórsson, matreiðslumaður og kokkalandsliðsmaður, talar um íslenskt gæðahráefni, Svanur Gísli Þorkelsson, leiðsögumaður og aukaleikari í Game of Thrones, gefur ráð um ferðalög á Íslandi og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, talar um ábyrgar fiskveiðar.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.„Það er ánægjulegt að sjá fyrirtæki frá ólíkum sviðum atvinnulífsins vera í samstarfi til að kynna Ísland erlendis undir sameiginlegum hatti. Við byggjum á góðri reynslu frá því við byrjuðum Team Iceland herferðina fyrr á árinu og nýtum slagkraftinn af því til markvissrar markaðssóknar,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. „Ísland frá A til Ö“ herferðin kemur í kjölfarið á „Team Iceland“ herferðinni fyrr á árinu sem sneri að þeirri miklu athygli sem fylgdi þátttöku Íslands á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi í júní. Þá var ákveðið að ráðast í sameiginlegt markaðsverkefni fyrir íslenskar útflutningsgreinar og nýta til þess vörumerkið Inspired by Iceland. Þetta samstarf ólíkra greina heldur áfram í herferðinni „Ísland frá A til Ö“ sem fyrst var notað 2017 þegar áhersla var lögð á að kynna fjölbreytileika og aðdráttarafl mismunandi landshluta Íslands. Núna er kastljósinu beint að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti,“ segir Inga Hlín. Markaðsherferðin sé unnin fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland í þágu útflutningsgreina og fjárfestinga og sé verkefnið unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. „Helstu samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd markaðsverkefnisins sem er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að heildarfjármagn Ísland - allt árið verkefnið (Inspired by Iceland) skiptist í tvær herferðir. #TeamIceland annars vegar og A-Ö herferðina hins vegar. „Báðar herferðir eru viðamiklar og fela í sér markaðsstarf á erlendum mörkuðum t.d. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, vef- og samfélagmiðla, auglýsingar, efnisgerð, fréttabréf, viðburði erlendis og fleira. Verkefnið er samstarfsverkefni en helstu aðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Verkefnið er króna á móti krónu verkefni sem þýðir að 150 mkr. koma frá stjórnvöldum og 150 mkr. frá fyrirtækjunum sem hér eru nefnd. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og er verkefnið unnið undir merkjum Inspired by Iceland,“ segir Sigríður Dögg. „Þeim sérfræðingum sem eru ekki tengdir hinu opinbera eða fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Ísland - allt árið verkefninu var greitt fyrir tímann sem þau tóku í verkefnið, hinir fengu ekki sérstaklega greitt. Það voru fjórir af sérfræðingunum sem féllu í þann flokk.“ Ferðamennska á Íslandi Vilborg Arna Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Íslandsstofa kynnir herferðina „Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland að því er segir í tilkynningu. Níu Íslendingar koma fram í myndböndum og veita innsýn í íslenskt samfélag í gegnum sín störf og áhugamál t.d. Eliza Reid, forsetafrú og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngugarpur og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur. „Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag.Samhliða stafrófunum voru gerð níu myndbönd þar Íslendingar með mismunandi bakgrunn gefa innsýn í íslenskt atvinnulíf og samfélag gegnum sín störf og áhugamál. Eliza Reid, forsetafrú, talar um jafnrétti á Íslandi og af hverju Íslendingar mælast iðulega hátt á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims, göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir gefur ráð um hvernig á að ferðast á ábyrgan hátt um íslenska náttúru, Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur, segir frá drykkjar- og matarmenningu á Íslandi og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, útskýrir norðurljósin. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, útskýrir hvernig jarðvarmaorka er nýtt á Íslandi, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, verkfræðingur, fjallar um nýsköpun og upplýsingatækni, Georg Halldórsson, matreiðslumaður og kokkalandsliðsmaður, talar um íslenskt gæðahráefni, Svanur Gísli Þorkelsson, leiðsögumaður og aukaleikari í Game of Thrones, gefur ráð um ferðalög á Íslandi og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, talar um ábyrgar fiskveiðar.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.„Það er ánægjulegt að sjá fyrirtæki frá ólíkum sviðum atvinnulífsins vera í samstarfi til að kynna Ísland erlendis undir sameiginlegum hatti. Við byggjum á góðri reynslu frá því við byrjuðum Team Iceland herferðina fyrr á árinu og nýtum slagkraftinn af því til markvissrar markaðssóknar,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. „Ísland frá A til Ö“ herferðin kemur í kjölfarið á „Team Iceland“ herferðinni fyrr á árinu sem sneri að þeirri miklu athygli sem fylgdi þátttöku Íslands á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi í júní. Þá var ákveðið að ráðast í sameiginlegt markaðsverkefni fyrir íslenskar útflutningsgreinar og nýta til þess vörumerkið Inspired by Iceland. Þetta samstarf ólíkra greina heldur áfram í herferðinni „Ísland frá A til Ö“ sem fyrst var notað 2017 þegar áhersla var lögð á að kynna fjölbreytileika og aðdráttarafl mismunandi landshluta Íslands. Núna er kastljósinu beint að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti,“ segir Inga Hlín. Markaðsherferðin sé unnin fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland í þágu útflutningsgreina og fjárfestinga og sé verkefnið unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. „Helstu samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd markaðsverkefnisins sem er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að heildarfjármagn Ísland - allt árið verkefnið (Inspired by Iceland) skiptist í tvær herferðir. #TeamIceland annars vegar og A-Ö herferðina hins vegar. „Báðar herferðir eru viðamiklar og fela í sér markaðsstarf á erlendum mörkuðum t.d. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, vef- og samfélagmiðla, auglýsingar, efnisgerð, fréttabréf, viðburði erlendis og fleira. Verkefnið er samstarfsverkefni en helstu aðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Verkefnið er króna á móti krónu verkefni sem þýðir að 150 mkr. koma frá stjórnvöldum og 150 mkr. frá fyrirtækjunum sem hér eru nefnd. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og er verkefnið unnið undir merkjum Inspired by Iceland,“ segir Sigríður Dögg. „Þeim sérfræðingum sem eru ekki tengdir hinu opinbera eða fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Ísland - allt árið verkefninu var greitt fyrir tímann sem þau tóku í verkefnið, hinir fengu ekki sérstaklega greitt. Það voru fjórir af sérfræðingunum sem féllu í þann flokk.“
Ferðamennska á Íslandi Vilborg Arna Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira