Ólafía færist fjær LPGA mótaröðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. október 2018 16:58 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims. Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira