Sektar Landsbankann um hálfa milljón á dag Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. október 2018 07:30 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri. Bankinn segir ekkert viðunandi tilboð hafa borist í hlut hans. Fréttablaðið/Eyþór Fjármálaeftirlitið hefur frá því um miðjan síðasta mánuð sektað Landsbankann um hálfa milljón króna á dag til þess að knýja á um að bankinn selji 22 prósenta hlut sinn í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marels. Bankinn hefur haft hlutinn til sölu með opinberum hætti frá því í maí árið 2016 án þess að viðunandi tilboð, að hans mati, hafi borist. Frá því að Fjármálaeftirlitið hóf að leggja dagsektir á Landsbankann þann 15. september síðastliðinn hafa sektirnar numið samanlagt 23 milljónum króna. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins segir að bankinn hafi lengi reynt að selja bréfin í Eyri Invest og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins geri það enn brýnna en áður. „Bankinn er að meta möguleg viðbrögð í framhaldi af ákvörðun Fjármálaeftirlitsins,“ segir jafnframt í svarinu. Eyrir Invest fer með 25,9 prósenta hlut í Marel, langsamlega stærsta félaginu í Kauphöllinni, og er óbeinn eignarhlutur Landsbankans í hátæknifyrirtækinu metinn á rúmlega 16 milljarða króna. Til viðbótar á fjárfestingafélagið 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, situr í stjórn Eyris Invest fyrir hönd bankans. Eignarhald Landsbankans í Eyri Invest telst fela í sér tímabundna starfsemi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, enda er um að ræða félög í óskyldum rekstri, og hefur Fjármálaeftirlitið á undanförnum árum veitt bankanum fresti til þess að minnka hlut sinn í fjárfestingafélaginu. Fjármálaeftirlitið hefur sagt í fyrri tilkynningum að geti fjármálafyrirtæki ekki staðið við gefna fresti og ekki liggi fyrir fullnægjandi rök, að mati eftirlitsstofnunarinnar, fyrir veitingu viðbótarfrests muni stofnunin beita dagsektum og/eða stjórnvaldssektum til þess að knýja á um aðgerðir. Bréfin snarhækkað í verði Í svari Landsbankans er tekið fram að bankinn hafi boðið eignarhlutinn, sem þá nam 23,3 prósentum af hlutafé Eyris Invest, til sölu í opnu söluferli í maí árið 2016. Fimm tilboð bárust og var þeim öllum hafnað þar sem þau þóttu óviðunandi að mati bankans. Á þeim tíma var óbeinn hlutur bankans í Marel – í gegnum Eyri Invest – metinn á tæplega 12 milljarða króna miðað við þáverandi gengi bréfa félagsins en síðan þá hafa bréfin hækkað um tæplega 50 prósent í verði. Í skýrslu bankaráðs Landsbankans, sem fylgir fjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku, kemur fram að Fjármálaeftirlitið muni leggja dagsektir á bankann þar til hann hefur „orðið við úrbótakröfu um að ljúka tímabundinni starfsemi“ í Eyri Invest, eins og það er orðað. Er bankinn sagður vinna sem fyrr að lausn málsins. Rekstur Marels hefur gengið afar vel á undanförnum misserum og skilaði hátæknifyrirtækið mettekjum upp á 297 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi. Jukust tekjurnar um 22 prósent á milli ára. Hagnaður Marels nam 29,5 milljónum evra á fjórðungnum og jókst um 59 prósent frá fyrra ári. Hagnaður Eyris Invest nam 110 milljónum evra í fyrra, samkvæmt ársreikningi fjárfestingafélagsins, og jókst um 163 prósent á milli ára. Var arðsemi eigin fjár 34 prósent á árinu. Heildareignir félagsins námu ríflega 560 milljónum evra í lok síðasta árs borið saman við 465 milljónir evra í lok árs 2016. Fyrir utan Landsbankann eru stærstu hluthafar Eyris Invest Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19 prósenta hlut og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur frá því um miðjan síðasta mánuð sektað Landsbankann um hálfa milljón króna á dag til þess að knýja á um að bankinn selji 22 prósenta hlut sinn í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marels. Bankinn hefur haft hlutinn til sölu með opinberum hætti frá því í maí árið 2016 án þess að viðunandi tilboð, að hans mati, hafi borist. Frá því að Fjármálaeftirlitið hóf að leggja dagsektir á Landsbankann þann 15. september síðastliðinn hafa sektirnar numið samanlagt 23 milljónum króna. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins segir að bankinn hafi lengi reynt að selja bréfin í Eyri Invest og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins geri það enn brýnna en áður. „Bankinn er að meta möguleg viðbrögð í framhaldi af ákvörðun Fjármálaeftirlitsins,“ segir jafnframt í svarinu. Eyrir Invest fer með 25,9 prósenta hlut í Marel, langsamlega stærsta félaginu í Kauphöllinni, og er óbeinn eignarhlutur Landsbankans í hátæknifyrirtækinu metinn á rúmlega 16 milljarða króna. Til viðbótar á fjárfestingafélagið 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, situr í stjórn Eyris Invest fyrir hönd bankans. Eignarhald Landsbankans í Eyri Invest telst fela í sér tímabundna starfsemi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, enda er um að ræða félög í óskyldum rekstri, og hefur Fjármálaeftirlitið á undanförnum árum veitt bankanum fresti til þess að minnka hlut sinn í fjárfestingafélaginu. Fjármálaeftirlitið hefur sagt í fyrri tilkynningum að geti fjármálafyrirtæki ekki staðið við gefna fresti og ekki liggi fyrir fullnægjandi rök, að mati eftirlitsstofnunarinnar, fyrir veitingu viðbótarfrests muni stofnunin beita dagsektum og/eða stjórnvaldssektum til þess að knýja á um aðgerðir. Bréfin snarhækkað í verði Í svari Landsbankans er tekið fram að bankinn hafi boðið eignarhlutinn, sem þá nam 23,3 prósentum af hlutafé Eyris Invest, til sölu í opnu söluferli í maí árið 2016. Fimm tilboð bárust og var þeim öllum hafnað þar sem þau þóttu óviðunandi að mati bankans. Á þeim tíma var óbeinn hlutur bankans í Marel – í gegnum Eyri Invest – metinn á tæplega 12 milljarða króna miðað við þáverandi gengi bréfa félagsins en síðan þá hafa bréfin hækkað um tæplega 50 prósent í verði. Í skýrslu bankaráðs Landsbankans, sem fylgir fjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku, kemur fram að Fjármálaeftirlitið muni leggja dagsektir á bankann þar til hann hefur „orðið við úrbótakröfu um að ljúka tímabundinni starfsemi“ í Eyri Invest, eins og það er orðað. Er bankinn sagður vinna sem fyrr að lausn málsins. Rekstur Marels hefur gengið afar vel á undanförnum misserum og skilaði hátæknifyrirtækið mettekjum upp á 297 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi. Jukust tekjurnar um 22 prósent á milli ára. Hagnaður Marels nam 29,5 milljónum evra á fjórðungnum og jókst um 59 prósent frá fyrra ári. Hagnaður Eyris Invest nam 110 milljónum evra í fyrra, samkvæmt ársreikningi fjárfestingafélagsins, og jókst um 163 prósent á milli ára. Var arðsemi eigin fjár 34 prósent á árinu. Heildareignir félagsins námu ríflega 560 milljónum evra í lok síðasta árs borið saman við 465 milljónir evra í lok árs 2016. Fyrir utan Landsbankann eru stærstu hluthafar Eyris Invest Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19 prósenta hlut og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira