Hjón tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 17:44 Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í gær tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur. Borgarleikhúsið. Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í gær tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989. Hún sá um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. „Vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Eiginmaður Guðrúnar, leikarinn Theodór Júlíusson, hóf leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi árið 1970 en árið 1989 var hann ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins. Theodór hafði áður leikið á fjölum Samkomuhússins á Akureyri með Leikfélagi Akureyrar í fjölda ára. Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna og verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs árið 2014. Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í gær tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989. Hún sá um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. „Vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Eiginmaður Guðrúnar, leikarinn Theodór Júlíusson, hóf leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi árið 1970 en árið 1989 var hann ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins. Theodór hafði áður leikið á fjölum Samkomuhússins á Akureyri með Leikfélagi Akureyrar í fjölda ára. Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna og verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs árið 2014.
Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira