Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 12:34 Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna. Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna.
Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07