Endurnýtt á jólaborðið Sólveig Gísladóttir skrifar 12. desember 2018 12:00 Erla Ósk keypti sér þennan fallega og jólalega topp í nytjamarkaði ABC barnahjálpar í Víkurhvarfi. Myndir/Sigtryggur Ari Marga dreymir um að draga úr neysluhyggjunni um jólin. Ein leið er að kaupa notað jólaskraut og borðbúnað. Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl vinnur sem sjálfboðaliði á nytjamarkaði ABC barnahjálpar og lagði á borð með munum og skrauti úr versluninni til að gefa fólki hugmyndir. „Ég hef alltaf haft gaman af því að gera upp gamla hluti og var oft að kíkja á markaðinn hjá ABC barnahjálp í Víkurhvarfi enda mikið úrval og verðið gott. Einn daginn bauðst ég til að aðstoða og varð sjálfboðaliði í kjölfarið, segir Erla og bendir á að nýlega hafi annar nytjamarkaður ABC verið opnaður í Hafnarfirði. Erla Ósk notaði gamlar jólakúlur til að búa til falleg nafnspjöld. Allt sem finna má á borðinu, allt frá dúkum og borðbúnaði til glasa og borðskrauts fann hún á nytjamarkaðnum. Erla er sjálf dugleg að kaupa notaða hluti og endurnýta. „Það eru svo mikil verðmæti í þessum hlutum og gaman að gefa þeim nýtt líf. Ég hef gert mjög góð kaup. Fékk til dæmis fallega antíkstóla á frábæru verði sem ég gerði upp og þykir mjög vænt um. Ég hefði aldrei haft efni á að kaupa þá í antíkverslun.“ Fyrir jólin er útbúin heil jóladeild á nytjamarkaði ABC. „Okkur berst jóladót allt árið sem við tökum til hliðar og tökum síðan fram fyrir jólin. Misjafnt er hvernig þessir hlutir berast okkur. Sumt er gamalt og fallegt skraut úr dánarbúum, sumir eru að endurnýja og aðrir að minnka við sig. Við fáum einnig nýtt jóladót gefins frá fyrirtækjum.“ Sjálf kaupir Erla aðeins jólaskraut á nytjamörkuðum. „Ég safna antíkjólaskrauti og stundum er ég heppin og dett niður á svoleiðis, til dæmis gamlar handblásnar glerkúlur.“ Ódýrt jólaborð Við báðum Erlu að leggja fallega á borð með munum af nytjamarkaðinum. „Ég valdi frekar klassíska hluti, greni, rautt og gyllt. Ég valdi hvíta fallega diska sem eru til í miklu úrvali, og undir diskana setti ég gyllta pappadiska sem mér fannst fallegir sem skraut. Jóladúkurinn er af markaðnum líka en við fáum mjög mikið af jóladúkum, löberum og léreftsservíettum.“ Heildarkostnaður við allt veisluborðið var undir fimm þúsund krónum. Erla notaði gamlar jólakúlur fyrir nafnspjöld. „Þetta er mjög einfalt ef þú ert með gamlar jólakúlur með þessum hefðbundna vír. Þá setur þú bara tvo svoleiðis ofan í kúlu og þá ertu kominn með festingu fyrir miða.“ Kertastjakinn kemur afar fallega út en hann skreytti Erla með jólaskrauti af markaðnum. „Mér reiknast til að ef ég borgaði fyrir allt sem ég notaði, diska, glös, hnífapör, skraut og dúka myndi það kosta undir fimm þúsund krónum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól
Marga dreymir um að draga úr neysluhyggjunni um jólin. Ein leið er að kaupa notað jólaskraut og borðbúnað. Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl vinnur sem sjálfboðaliði á nytjamarkaði ABC barnahjálpar og lagði á borð með munum og skrauti úr versluninni til að gefa fólki hugmyndir. „Ég hef alltaf haft gaman af því að gera upp gamla hluti og var oft að kíkja á markaðinn hjá ABC barnahjálp í Víkurhvarfi enda mikið úrval og verðið gott. Einn daginn bauðst ég til að aðstoða og varð sjálfboðaliði í kjölfarið, segir Erla og bendir á að nýlega hafi annar nytjamarkaður ABC verið opnaður í Hafnarfirði. Erla Ósk notaði gamlar jólakúlur til að búa til falleg nafnspjöld. Allt sem finna má á borðinu, allt frá dúkum og borðbúnaði til glasa og borðskrauts fann hún á nytjamarkaðnum. Erla er sjálf dugleg að kaupa notaða hluti og endurnýta. „Það eru svo mikil verðmæti í þessum hlutum og gaman að gefa þeim nýtt líf. Ég hef gert mjög góð kaup. Fékk til dæmis fallega antíkstóla á frábæru verði sem ég gerði upp og þykir mjög vænt um. Ég hefði aldrei haft efni á að kaupa þá í antíkverslun.“ Fyrir jólin er útbúin heil jóladeild á nytjamarkaði ABC. „Okkur berst jóladót allt árið sem við tökum til hliðar og tökum síðan fram fyrir jólin. Misjafnt er hvernig þessir hlutir berast okkur. Sumt er gamalt og fallegt skraut úr dánarbúum, sumir eru að endurnýja og aðrir að minnka við sig. Við fáum einnig nýtt jóladót gefins frá fyrirtækjum.“ Sjálf kaupir Erla aðeins jólaskraut á nytjamörkuðum. „Ég safna antíkjólaskrauti og stundum er ég heppin og dett niður á svoleiðis, til dæmis gamlar handblásnar glerkúlur.“ Ódýrt jólaborð Við báðum Erlu að leggja fallega á borð með munum af nytjamarkaðinum. „Ég valdi frekar klassíska hluti, greni, rautt og gyllt. Ég valdi hvíta fallega diska sem eru til í miklu úrvali, og undir diskana setti ég gyllta pappadiska sem mér fannst fallegir sem skraut. Jóladúkurinn er af markaðnum líka en við fáum mjög mikið af jóladúkum, löberum og léreftsservíettum.“ Heildarkostnaður við allt veisluborðið var undir fimm þúsund krónum. Erla notaði gamlar jólakúlur fyrir nafnspjöld. „Þetta er mjög einfalt ef þú ert með gamlar jólakúlur með þessum hefðbundna vír. Þá setur þú bara tvo svoleiðis ofan í kúlu og þá ertu kominn með festingu fyrir miða.“ Kertastjakinn kemur afar fallega út en hann skreytti Erla með jólaskrauti af markaðnum. „Mér reiknast til að ef ég borgaði fyrir allt sem ég notaði, diska, glös, hnífapör, skraut og dúka myndi það kosta undir fimm þúsund krónum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól