Telur að leiguþak Ásmundar muni leka Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:15 Ásmundur Einar Daðason sést hér á þingi ASÍ á dögunum, en húsnæðismál hafa einmitt verið verkalýðshreyfingunni hugleikin. Vísir/vilhelm Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir tillögur félagsmálaráðherra um að setja þak á leiguverð vera vanhugsaðar. Þær geti dregið úr framboði leiguíbúða og það sé ekki til þess fallið að bæta stöðu leigjenda. Æskilegra væri að hans mati að stuðla að annars konar neytendavernd og auka framboð íbúða, sem aðeins verði gert með því að byggja meira. Konráð S. Guðjónsson var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun þar sem hann ræddi tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um að lögfesta svokallað leiguþak. Í stuttu máli: Að leigusalar megi ekki rukka hærri leigu en það sem kveðið yrði á um í lögum.Sjá einnig: Til skoðunar að setja þak á leiguverðKonráð segir að þrátt fyrir að slíkar lausnir hljómi vel séu þær þó ekki til þess fallnar að bæta stöðu leigjenda. „Þetta er í rauninni virkilega slæm hugmynd. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara einhver popúlismi,“ segir Konráð. „Þegar þú hugsar um leiguþak þá hugsar þú, sem leigjandi: Það er fínt, þá getur leigusalinn ekki hækkað verðið neitt meira. Það er ástæðan fyrir því að fólki detti þetta í hug og ég skil alveg að það hljómi vel.“Konráð S. Guðjónsson segir að réttara væri að byggja meira og koma þannig raunverulegu þaki yfir höfuðið á leigjendum - frekar en leiguþaki.Stöð 2En eins og með allt annað þá verður þú að hugsa málið aðeins lengra að sögn Konráðs. Leiguþak geti nefnilega orðið til þess að eigandi íbúðarinnar hætti að sjá hag sinn í því að leigja út eignina, geti hann ekki sett fram leiguverð sem hann telur sanngjarnt. „Hann þá annað hvort hættir að leigja út íbúðina og rekur þig út úr henni eða þá að hann hugsar að hann „vilji fá eitthvað fyrir peninginn. Ég ætla ekki að vera að borga með íbúðinni,“ segir Konráð. Þá geti eigandi íbúðarinnar gripið til þess ráðs að spara annars staðar á móti, til að mynda með því að draga úr viðhaldi á eigninni. Þetta geti þannig orðið til þess að færri ákveði að setja eignir sínar á leigumarkaðinn, einfaldlega vegna þess að það borgar sig ekki. „Þannig að á endanum ertu búinn að minnka leigumarkaðinn sem er akkurat í þveröfuga átt við það sem þarf að gera - sem er að fjölga húsnæði, sama hvort það er til að leigja út eða búa í.“Airbnb og verðbólguskot Þak á leiguverð geti einnig haft þau áhrif að mati Konráðs að fólk muni heldur leigja út íbúðir sínar til skemmri tíma, til að mynda á Airbnb, telji eigendur meira upp úr því að hafa. Konráð segir að þrátt fyrir að þak á leiguverð sé ekki ákjósanlegt útiloki það ekki annars konar neytendavernd á leigumarkaði. „En leiguþak, þar sem þú ætlar að stjórna verðinu, það er mjög erfitt. Sérstaklega ef það er mikil hreyfing á markaðnum og verðið getur breyst skyndilega,“ segir Konráð og veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef að það kæmi verðbólguskot án þess að leiguþakið yrði hækkað. „Þá ertu í mjög vondum málum,“ bætir hann við. „Ég get eiginlega ekki séð að þetta sé að fara að leysa nokkurn vanda.“ Þrátt fyrir að það kunni að hljóma niðurdrepandi segir Konráð að eina lausnin til að vinna á vanda húsnæðismarkaðarins sé einfaldlega að stuðla að frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Það er verið að byggja meira, það þarf kannski eitthvað aðeins að gefa í, en það er það eina sem er raunveruleg að fara að breyta þessu eitthvað.“ Það sé því hagur bæði leigjenda og leigusala að leiguþaki verði ekki leitt í lög að sögn Konráðs, sem hlýða má á í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir tillögur félagsmálaráðherra um að setja þak á leiguverð vera vanhugsaðar. Þær geti dregið úr framboði leiguíbúða og það sé ekki til þess fallið að bæta stöðu leigjenda. Æskilegra væri að hans mati að stuðla að annars konar neytendavernd og auka framboð íbúða, sem aðeins verði gert með því að byggja meira. Konráð S. Guðjónsson var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun þar sem hann ræddi tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um að lögfesta svokallað leiguþak. Í stuttu máli: Að leigusalar megi ekki rukka hærri leigu en það sem kveðið yrði á um í lögum.Sjá einnig: Til skoðunar að setja þak á leiguverðKonráð segir að þrátt fyrir að slíkar lausnir hljómi vel séu þær þó ekki til þess fallnar að bæta stöðu leigjenda. „Þetta er í rauninni virkilega slæm hugmynd. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara einhver popúlismi,“ segir Konráð. „Þegar þú hugsar um leiguþak þá hugsar þú, sem leigjandi: Það er fínt, þá getur leigusalinn ekki hækkað verðið neitt meira. Það er ástæðan fyrir því að fólki detti þetta í hug og ég skil alveg að það hljómi vel.“Konráð S. Guðjónsson segir að réttara væri að byggja meira og koma þannig raunverulegu þaki yfir höfuðið á leigjendum - frekar en leiguþaki.Stöð 2En eins og með allt annað þá verður þú að hugsa málið aðeins lengra að sögn Konráðs. Leiguþak geti nefnilega orðið til þess að eigandi íbúðarinnar hætti að sjá hag sinn í því að leigja út eignina, geti hann ekki sett fram leiguverð sem hann telur sanngjarnt. „Hann þá annað hvort hættir að leigja út íbúðina og rekur þig út úr henni eða þá að hann hugsar að hann „vilji fá eitthvað fyrir peninginn. Ég ætla ekki að vera að borga með íbúðinni,“ segir Konráð. Þá geti eigandi íbúðarinnar gripið til þess ráðs að spara annars staðar á móti, til að mynda með því að draga úr viðhaldi á eigninni. Þetta geti þannig orðið til þess að færri ákveði að setja eignir sínar á leigumarkaðinn, einfaldlega vegna þess að það borgar sig ekki. „Þannig að á endanum ertu búinn að minnka leigumarkaðinn sem er akkurat í þveröfuga átt við það sem þarf að gera - sem er að fjölga húsnæði, sama hvort það er til að leigja út eða búa í.“Airbnb og verðbólguskot Þak á leiguverð geti einnig haft þau áhrif að mati Konráðs að fólk muni heldur leigja út íbúðir sínar til skemmri tíma, til að mynda á Airbnb, telji eigendur meira upp úr því að hafa. Konráð segir að þrátt fyrir að þak á leiguverð sé ekki ákjósanlegt útiloki það ekki annars konar neytendavernd á leigumarkaði. „En leiguþak, þar sem þú ætlar að stjórna verðinu, það er mjög erfitt. Sérstaklega ef það er mikil hreyfing á markaðnum og verðið getur breyst skyndilega,“ segir Konráð og veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef að það kæmi verðbólguskot án þess að leiguþakið yrði hækkað. „Þá ertu í mjög vondum málum,“ bætir hann við. „Ég get eiginlega ekki séð að þetta sé að fara að leysa nokkurn vanda.“ Þrátt fyrir að það kunni að hljóma niðurdrepandi segir Konráð að eina lausnin til að vinna á vanda húsnæðismarkaðarins sé einfaldlega að stuðla að frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Það er verið að byggja meira, það þarf kannski eitthvað aðeins að gefa í, en það er það eina sem er raunveruleg að fara að breyta þessu eitthvað.“ Það sé því hagur bæði leigjenda og leigusala að leiguþaki verði ekki leitt í lög að sögn Konráðs, sem hlýða má á í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30