Ein besta knattspyrnukona sögunnar blótar FIFA í opinskáu viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Abby Wambach. Vísir/Getty Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira