Fékk víti fyrir að sparka í jörðina en bað alla afsökunar eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 11:00 Raheem Sterling dettur í grasið eftir að hafa sparkað í jörðina. Vísir/Getty Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira