Scholes gagnrýndi hegðun Mourinho: Svona er þetta hvert sem hann fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho. Vísir/Getty Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira