Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 12:44 Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. vísir/vilhelm Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017. Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017.
Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira