Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 11:30 Breski tónlistarmaðurinn Freddie Mercury átti nokkuð litríka ævi. Vísir/Getty Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen, er efst á aðsóknarlista kvikmyndahúsa vestanhafs og virðist vera mikill áhugi á myndinni um þetta goðsagnakennda band. Myndin fjallar um hvernig Queen varð til og alveg að Live Aid-tónleikunum á Wembley árið 1985 þar sem sveitin átti stórleik.Á Vísi hefur áður verið birt samantekt þar sem atburðir myndarinnar eru bornir saman við sögulegar staðreyndir. Í þessari grein verður farið yfir nokkrar svæsnar sögur af forsprakka sveitarinnar, Freddie Mercury, sem rötuðu ekki í myndina.Mercury var mikill partýpinni en þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu ættu að hætta lestri hér.Þegar hann faldi Díönu prinsessuBandaríska tímaritið Vanity Fair tók saman nokkrar sögur af Mercury en þar er meðal annars rifjað upp þegar söngvarinn fór út á lífið með Díönu prinsessu, sem giftist Karli Bretapirns árið 1981, en þau skildu í ágúst 1996 og fórst Díana í bílslysi í París ári síðar. Þessa frásögn er að finna í ævisögu bresku gamanleikkonunnar Cleo Rocos sem vakti fyrst athygli í þætti skemmtikraftsins Kenny Everett. Kenny Everett varð fyrst frægur sem útvarpsþáttastjórnandi og er þekktur fyrir að hafa verið fyrsti útvarpsmaðurinn til að spila lagið Bohemian Rhapsody sem útgáfufyrirtæki Queen, EMI, hafði ekki trú á í útvarpsspilun. Þetta var árið 1975 en Freddie Mercury og Everett varð vel til vina árið 1974. Þeir voru hins vegar þekktir á næturlífi London á áttunda áratug síðustu aldar.Leyfið stelpunni að skemmta sér Everett var greindur með HIV árið 1987 og lést árið 1995, 50 ára gamall. Nú vita allir hver Kenny Everett er og skulum við því snúa okkur aftur að sögunni sem birtist í ævisögu gamanleikkonunnar Cleo Rocos. Rocos segir hana, Mercury, Everett og Díönu Prinsessu hafa hist eitt eftirmiðdegi á níunda áratug síðustu aldar. Þau höfðu kampavín við höndina og horfðu á sjónvarpsþáttinn The Golden Girls. Þau höfðu tekið hljóðið af þættinum og ákváðu að spinna eigin samtöl við söguþráð þáttarins en samtölin þeirra voru mun dónalegri. Rocos sagði Díönu hafa spurt hvað þremenningarnir ætluðu sér að gera um kvöldið og var að sögn leikkonunnar í banastuði. Everett og Rocos reyndu að telja Díönu af því og höfðu áhyggjur af fyrirsögnum slúðurblaðanna ef ljósmyndarar næðu myndum af prinsessunni í þessum félagsskap.via GIPHYMercury var hins vegar mun jákvæðari fyrir þessu og sagði: „Látið ekki svona, leyfið stelpunni að skemmta sér.“ Þau hentu hermannajakka á prinsessuna, húfu og sólgleraugu og tóku stefnuna á Royal Vauxhall Tavern, hommaklúbb í suður Lundúnum. Þau voru handviss um að prinsessan myndi þekkjast en það tók engin eftir henni. Hún hvarf í fjöldann og elskaði það að sögn Rocos. Það hjálpaði einnig til að Mercury dró að sér alla athyglina og veitti því engin eftirtekt að dularfullur maður í hermannajakka var í fylgd með þeim.Þegar Freddie gerði grín að Sid Vicious Söngvarinn er sagður ekki hafa verið mikið fyrir að deila við aðra tónlistarmenn, en lét þó ekki bassaleikara pönksveitarinnar Sex Pistols, Sid Vicious, í friði. Þetta var árið 1977 þegar Queen og Sex Pistols voru á sama tíma í Wessex-hljóðverinu í Lundúnum. Queen var þá að taka upp plötuna News of the World, á meðan Pistols voru að taka upp Never Mind the Bollocks, Here´s the Sex Pistols. Vicious var alls ekki aðdáandi Queen en Queen-liðar hafa rifjað þetta atvik upp í heimildarmynd. Roger Taylor, trommuleikara Queen, var ekki skemmt að þessar tvær hljómsveitir væru á sama tíma að vinna að tónlist, verandi svo ólíkkar. Taylor lýsti Vicious sem fávita og Brian May, gítarleikari Queen, sagði Vicious hafa átt fyrsta orðið.„Þú ert Freddie Mercury? Þú ert að reyna að færa fólkinu ballett?“ á Vicious að hafa spurt Mercury og vitnað þar til ummæla söngvarans í viðtölum. Freddie var snöggur til og sagði: „Ég kallaði hann Simon Ferocious (Símon Hræðilega) og hann var alls ekki hrifinn af því,“ rifjaði Mercury sjálfur upp. „Hvað ætlar þú að gera í því,“ bætti Mercury við sem segist líka hafa gert grín að klórförum á líkama Vicious. „Hann hataði að ég gæti talað svona, þannig að ég held að við höfum staðist þetta próf.“Sid Vicious, bassaleikari Sex Pistols.Vísir/GettyFreddie, Michael Jackson og kókaínið Árið 1983 voru Mercury og Michael Jackson að leggja drög að dúettaplötu. Frábær hugmynd að leiða saman drottninguna og konung poppsins, ef hún hefði gengið upp. Búið var að semja þrjú lög og gera demó af þeim. Þetta fór þó allt á versta veg, í fyrsta lagi vegna þess að Jackson mætti með lamadýr í hljóðverið og í öðru lagi vegna fíknefnanotkunar Mercury.Jim Beach, umboðsmaður Queen sem Freddie kallaði alltaf Miami Beach, sagði Mercury hafa hringt í sig og beðið um að vera sóttur því hann væri að taka upp tónlist með lamadýri. Upp úr sauð að lokum þegar Jackson stóð Mercury að því að fá sér kókaín í stofunni á heimili Jacksons. Mercury var þekktur fyrir skemmta sér vel en tónlistarmaðurinn Elton John, sem hefur talað nokkuð ítarlega um eigin neyslu sagði eitt sinn að Freddie Mercury hefði verið sá eini sem gat skemmt sér meira en hann sjálfur.Freddie og Stjörnustríðið Árið 1978 samdi Freddie Mercury lagið Bicycle Race eftir að hafa horft á Tour de France. Í textanum lætur hann í ljós álit sitt á kvikmyndunum Jaws og Star Wars með því að syngja: Jaws was never my scene and i don´t like Star Wars. Það sem kom síðar meir í ljós að Mercury bar ekkert sérstakt hatur í brjósti í garð Stjörnustríðsmyndanna. Á tónleikum á árunum 1979 og 1980 mætti Mercury oft á svið á öxlum manns sem var klæddur í Svarthöfða-búning, en stundum var það maður í Súperman-búningi. Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen, er efst á aðsóknarlista kvikmyndahúsa vestanhafs og virðist vera mikill áhugi á myndinni um þetta goðsagnakennda band. Myndin fjallar um hvernig Queen varð til og alveg að Live Aid-tónleikunum á Wembley árið 1985 þar sem sveitin átti stórleik.Á Vísi hefur áður verið birt samantekt þar sem atburðir myndarinnar eru bornir saman við sögulegar staðreyndir. Í þessari grein verður farið yfir nokkrar svæsnar sögur af forsprakka sveitarinnar, Freddie Mercury, sem rötuðu ekki í myndina.Mercury var mikill partýpinni en þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu ættu að hætta lestri hér.Þegar hann faldi Díönu prinsessuBandaríska tímaritið Vanity Fair tók saman nokkrar sögur af Mercury en þar er meðal annars rifjað upp þegar söngvarinn fór út á lífið með Díönu prinsessu, sem giftist Karli Bretapirns árið 1981, en þau skildu í ágúst 1996 og fórst Díana í bílslysi í París ári síðar. Þessa frásögn er að finna í ævisögu bresku gamanleikkonunnar Cleo Rocos sem vakti fyrst athygli í þætti skemmtikraftsins Kenny Everett. Kenny Everett varð fyrst frægur sem útvarpsþáttastjórnandi og er þekktur fyrir að hafa verið fyrsti útvarpsmaðurinn til að spila lagið Bohemian Rhapsody sem útgáfufyrirtæki Queen, EMI, hafði ekki trú á í útvarpsspilun. Þetta var árið 1975 en Freddie Mercury og Everett varð vel til vina árið 1974. Þeir voru hins vegar þekktir á næturlífi London á áttunda áratug síðustu aldar.Leyfið stelpunni að skemmta sér Everett var greindur með HIV árið 1987 og lést árið 1995, 50 ára gamall. Nú vita allir hver Kenny Everett er og skulum við því snúa okkur aftur að sögunni sem birtist í ævisögu gamanleikkonunnar Cleo Rocos. Rocos segir hana, Mercury, Everett og Díönu Prinsessu hafa hist eitt eftirmiðdegi á níunda áratug síðustu aldar. Þau höfðu kampavín við höndina og horfðu á sjónvarpsþáttinn The Golden Girls. Þau höfðu tekið hljóðið af þættinum og ákváðu að spinna eigin samtöl við söguþráð þáttarins en samtölin þeirra voru mun dónalegri. Rocos sagði Díönu hafa spurt hvað þremenningarnir ætluðu sér að gera um kvöldið og var að sögn leikkonunnar í banastuði. Everett og Rocos reyndu að telja Díönu af því og höfðu áhyggjur af fyrirsögnum slúðurblaðanna ef ljósmyndarar næðu myndum af prinsessunni í þessum félagsskap.via GIPHYMercury var hins vegar mun jákvæðari fyrir þessu og sagði: „Látið ekki svona, leyfið stelpunni að skemmta sér.“ Þau hentu hermannajakka á prinsessuna, húfu og sólgleraugu og tóku stefnuna á Royal Vauxhall Tavern, hommaklúbb í suður Lundúnum. Þau voru handviss um að prinsessan myndi þekkjast en það tók engin eftir henni. Hún hvarf í fjöldann og elskaði það að sögn Rocos. Það hjálpaði einnig til að Mercury dró að sér alla athyglina og veitti því engin eftirtekt að dularfullur maður í hermannajakka var í fylgd með þeim.Þegar Freddie gerði grín að Sid Vicious Söngvarinn er sagður ekki hafa verið mikið fyrir að deila við aðra tónlistarmenn, en lét þó ekki bassaleikara pönksveitarinnar Sex Pistols, Sid Vicious, í friði. Þetta var árið 1977 þegar Queen og Sex Pistols voru á sama tíma í Wessex-hljóðverinu í Lundúnum. Queen var þá að taka upp plötuna News of the World, á meðan Pistols voru að taka upp Never Mind the Bollocks, Here´s the Sex Pistols. Vicious var alls ekki aðdáandi Queen en Queen-liðar hafa rifjað þetta atvik upp í heimildarmynd. Roger Taylor, trommuleikara Queen, var ekki skemmt að þessar tvær hljómsveitir væru á sama tíma að vinna að tónlist, verandi svo ólíkkar. Taylor lýsti Vicious sem fávita og Brian May, gítarleikari Queen, sagði Vicious hafa átt fyrsta orðið.„Þú ert Freddie Mercury? Þú ert að reyna að færa fólkinu ballett?“ á Vicious að hafa spurt Mercury og vitnað þar til ummæla söngvarans í viðtölum. Freddie var snöggur til og sagði: „Ég kallaði hann Simon Ferocious (Símon Hræðilega) og hann var alls ekki hrifinn af því,“ rifjaði Mercury sjálfur upp. „Hvað ætlar þú að gera í því,“ bætti Mercury við sem segist líka hafa gert grín að klórförum á líkama Vicious. „Hann hataði að ég gæti talað svona, þannig að ég held að við höfum staðist þetta próf.“Sid Vicious, bassaleikari Sex Pistols.Vísir/GettyFreddie, Michael Jackson og kókaínið Árið 1983 voru Mercury og Michael Jackson að leggja drög að dúettaplötu. Frábær hugmynd að leiða saman drottninguna og konung poppsins, ef hún hefði gengið upp. Búið var að semja þrjú lög og gera demó af þeim. Þetta fór þó allt á versta veg, í fyrsta lagi vegna þess að Jackson mætti með lamadýr í hljóðverið og í öðru lagi vegna fíknefnanotkunar Mercury.Jim Beach, umboðsmaður Queen sem Freddie kallaði alltaf Miami Beach, sagði Mercury hafa hringt í sig og beðið um að vera sóttur því hann væri að taka upp tónlist með lamadýri. Upp úr sauð að lokum þegar Jackson stóð Mercury að því að fá sér kókaín í stofunni á heimili Jacksons. Mercury var þekktur fyrir skemmta sér vel en tónlistarmaðurinn Elton John, sem hefur talað nokkuð ítarlega um eigin neyslu sagði eitt sinn að Freddie Mercury hefði verið sá eini sem gat skemmt sér meira en hann sjálfur.Freddie og Stjörnustríðið Árið 1978 samdi Freddie Mercury lagið Bicycle Race eftir að hafa horft á Tour de France. Í textanum lætur hann í ljós álit sitt á kvikmyndunum Jaws og Star Wars með því að syngja: Jaws was never my scene and i don´t like Star Wars. Það sem kom síðar meir í ljós að Mercury bar ekkert sérstakt hatur í brjósti í garð Stjörnustríðsmyndanna. Á tónleikum á árunum 1979 og 1980 mætti Mercury oft á svið á öxlum manns sem var klæddur í Svarthöfða-búning, en stundum var það maður í Súperman-búningi.
Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45