Dalurinn veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:31 Þrátt fyrir að dalurinn hafi veikst taka markaðir úrslitum næturinnar fagnandi. Getty/Classen Rafael Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55