Mamman svindlaði og dóttirin var dæmd úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:30 Doris Chen. Vísir/Getty Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira