Birgir Leifur áfram á lokaúrtökumótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 15:10 Birgir Leifur Hafþórsson. getty Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira