Saman tóku þau helstu slagara Barbra Streisand sem sló rækilega í gegn sem leikkona og söngkona á sínum tíma.
Á rúntinum kom í ljós að Streisand hringdi á dögunum í Tim Cook, forstjóra Apple, og bað hann vinsamlegast um að breyta framburði Siri á nafni hennar.
Siri er tölvugerð aðstoðarkona sem notendur iPhone geta spurt spjörunum úr. Hér að neðan má sjá rúntinn hjá þessum tveimur.