Starfsaldurinn hærri en aldur kollega Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Pítsurnar sem Nour hefur afgreitt eru óteljandi en hann gerir það ávallt með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira