Sura með spánnýja breiðskífu Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. nóvember 2018 06:45 Fann sjálfstraustið sem söngvari aftur og skellti í breiðskífu. Fréttablaðið/Stefán Tónlistarkonan Þura Stína, eða Sura eins og hún kallar sig, hefur sent frá sér sína fyrstu plötu er nefnist Tíminn. Það má segja að platan sé endurkoma hennar í tónlistarheiminn en hún var gríðarlega virk tónlistarkona á sínum yngri árum og tók þátt í og tróð upp nánast alls staðar þar sem hún komst að – Söngvaborg, Skrekkur, Samfés, hún söng inn á Hættum að reykja, plötuna sem margir muna eftir. „Það var eitthvert tölvufyrirtæki sem bókaði mig á árshátíðina sína á Hótel Borg – ég myndi aldrei bóka 14 ára barn á árshátíðina mína! Ég mætti með dansara með mér og allt!“ Hún var nánast fastráðin sem söngvari í skemmtigarðinum Veröldin okkar – kannski svolítið eins og Tom Jones í Las Vegas. „Ég var að þýða karókíútgáfur sem ég fann af Whitney Houston og eitthvað yfir á íslensku.“ Sura segir að það hafi svo fyrst verið þegar hún tók þátt í Rímnaflæði – þar sem hún vann forkeppnina í sínum skóla – að hún hafi fundið fyrir því að hún væri ekki velkomin. Þar voru bara strákar að keppa og þeim leist ekkert á þessa stelpu sem tróð sér inn í keppnina. Hún hætti alveg að rappa eftir það – og stuttu síðar hætti hún líka að syngja. „Ég lokaði á þetta fáránlega lengi og alveg þangað til ég söng á stofutónleikum heima hjá ömmu og afa árið 2015. Þar fann ég að það væri kannski tími til kominn að gera eitthvað.“ Það var síðan þegar hún var orðin plötusnúður Reykjavíkurdætra og tók þátt í uppsetningu þeirra í Borgarleikhúsinu árið 2016 að hún uppgötvaði hversu mikið hún hafði tekið neikvæðnina inn á sig. „Við fórum rosa mikið inn á við í ferlinu að semja leikritið – annar mónólógurinn minn snerist um það að ég hefði alltaf ætlað að verða söngvari þangað til ég hætti. Ég fattaði eiginlega ekki fyrr en þá hvað þessi neikvæðni hafði haft mikil áhrif á mig. Ég hélt að ég hefði ekki tekið þetta inn á mig en þarna sá ég að það voru milljón ástæður fyrir því að ég hætti.“ Í framhaldi af því talaði hún við pródúserinn Björn Val og fór að taka vers í lögum með Reykjavíkurdætrum. Úr verður lagið Hvað er málið? en líka samstarf á milli Suru og Björns. Hún fer einnig að vinna meira með Cyber – en fann samt að hún vildi gera sitt eigið og gera sólóefni. „Þegar ég geri eitthvað, og þannig er ég bara, þá vil ég gera það hundrað prósent og taka mér tíma í það. Þess vegna ákvað ég að gefa út breiðskífu. Ég vann með Auði á plötunni og hann sagði „af hverju ætlarðu að gera breiðskífu?“ og mitt svar var „ég bara verð að gera það“.“ Í febrúar sagði Sura upp vinnunni til að geta einbeitt sér að því að gera tónlist. Hún hafði starfað sem grafískur hönnuður fram að því. „Ég fann að ég varð að gera þetta á stundinni – grafíska hönnunin má bíða en tónlistin er eitthvað sem ég fann að ég varð að gera akkúrat þá. En þetta var erfitt – ég var að berjast við að hafa trú á sjálfri mér, Björn Valur hafði meiri trú á mér heldur en ég á þessum tíma. Fyrst þegar ég kom fram þurfti ég að hafa Cyber með mér en sá svo að ég þurfti að fara að koma ein fram.“ Allt á plötunni er samið af Suru og hún segir það vera afar stressandi – þrátt fyrir að vera að sögn róleg manneskja var hún gífurlega stressuð fyrir ótrúlegustu hlutum í ferlinu að taka upp eigið efni. Hún segir það því hafa verið rosalegan létti að fá masterinn af plötunni í hendurnar. „Það er aukalag á plötunni, bónuslag – það er endurgerð lagsins D.J.A.M.M.M.A. með Aleinar sem margir kannast við af YouTube. Ég man svo mikið eftir þessu lagi því að ég og allar vinkonur mínar höfum endalaust hlustað á þetta lag. Við notum kórusinn úr laginu. Svo var ég í bekk með D What úr laginu og við unnum síðar saman! Þær fengu svo mikið „hate“ á þetta lag, eins og Reykjavíkurdætur hafa fengið, á meðan litlir nördar eins og ég voru bara „ómægad! Stelpur að rappa!“ þannig að mér þykir mjög vænt um þetta lag. Þarna verða ég, Young Karin, Ragga Holm, Salka og Jóhanna.“ Í kvöld verður svo útgáfupartí á Prikinu sem mun teygja sig út í port – á sama tíma er J-dagurinn þegar jólabjórinn fer í sölu og þar er nágranni Priksins, Danski barinn, ákveðinn miðpunktur. Þannig að það má búast við fjöri. Plötuna má finna á Spotify en hún kemur út á vínyl. stefanthor@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband Vísir frumsýnir myndbandið við lagið Hvað er málið. 26. desember 2017 12:00 Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Þura Stína, eða Sura eins og hún kallar sig, hefur sent frá sér sína fyrstu plötu er nefnist Tíminn. Það má segja að platan sé endurkoma hennar í tónlistarheiminn en hún var gríðarlega virk tónlistarkona á sínum yngri árum og tók þátt í og tróð upp nánast alls staðar þar sem hún komst að – Söngvaborg, Skrekkur, Samfés, hún söng inn á Hættum að reykja, plötuna sem margir muna eftir. „Það var eitthvert tölvufyrirtæki sem bókaði mig á árshátíðina sína á Hótel Borg – ég myndi aldrei bóka 14 ára barn á árshátíðina mína! Ég mætti með dansara með mér og allt!“ Hún var nánast fastráðin sem söngvari í skemmtigarðinum Veröldin okkar – kannski svolítið eins og Tom Jones í Las Vegas. „Ég var að þýða karókíútgáfur sem ég fann af Whitney Houston og eitthvað yfir á íslensku.“ Sura segir að það hafi svo fyrst verið þegar hún tók þátt í Rímnaflæði – þar sem hún vann forkeppnina í sínum skóla – að hún hafi fundið fyrir því að hún væri ekki velkomin. Þar voru bara strákar að keppa og þeim leist ekkert á þessa stelpu sem tróð sér inn í keppnina. Hún hætti alveg að rappa eftir það – og stuttu síðar hætti hún líka að syngja. „Ég lokaði á þetta fáránlega lengi og alveg þangað til ég söng á stofutónleikum heima hjá ömmu og afa árið 2015. Þar fann ég að það væri kannski tími til kominn að gera eitthvað.“ Það var síðan þegar hún var orðin plötusnúður Reykjavíkurdætra og tók þátt í uppsetningu þeirra í Borgarleikhúsinu árið 2016 að hún uppgötvaði hversu mikið hún hafði tekið neikvæðnina inn á sig. „Við fórum rosa mikið inn á við í ferlinu að semja leikritið – annar mónólógurinn minn snerist um það að ég hefði alltaf ætlað að verða söngvari þangað til ég hætti. Ég fattaði eiginlega ekki fyrr en þá hvað þessi neikvæðni hafði haft mikil áhrif á mig. Ég hélt að ég hefði ekki tekið þetta inn á mig en þarna sá ég að það voru milljón ástæður fyrir því að ég hætti.“ Í framhaldi af því talaði hún við pródúserinn Björn Val og fór að taka vers í lögum með Reykjavíkurdætrum. Úr verður lagið Hvað er málið? en líka samstarf á milli Suru og Björns. Hún fer einnig að vinna meira með Cyber – en fann samt að hún vildi gera sitt eigið og gera sólóefni. „Þegar ég geri eitthvað, og þannig er ég bara, þá vil ég gera það hundrað prósent og taka mér tíma í það. Þess vegna ákvað ég að gefa út breiðskífu. Ég vann með Auði á plötunni og hann sagði „af hverju ætlarðu að gera breiðskífu?“ og mitt svar var „ég bara verð að gera það“.“ Í febrúar sagði Sura upp vinnunni til að geta einbeitt sér að því að gera tónlist. Hún hafði starfað sem grafískur hönnuður fram að því. „Ég fann að ég varð að gera þetta á stundinni – grafíska hönnunin má bíða en tónlistin er eitthvað sem ég fann að ég varð að gera akkúrat þá. En þetta var erfitt – ég var að berjast við að hafa trú á sjálfri mér, Björn Valur hafði meiri trú á mér heldur en ég á þessum tíma. Fyrst þegar ég kom fram þurfti ég að hafa Cyber með mér en sá svo að ég þurfti að fara að koma ein fram.“ Allt á plötunni er samið af Suru og hún segir það vera afar stressandi – þrátt fyrir að vera að sögn róleg manneskja var hún gífurlega stressuð fyrir ótrúlegustu hlutum í ferlinu að taka upp eigið efni. Hún segir það því hafa verið rosalegan létti að fá masterinn af plötunni í hendurnar. „Það er aukalag á plötunni, bónuslag – það er endurgerð lagsins D.J.A.M.M.M.A. með Aleinar sem margir kannast við af YouTube. Ég man svo mikið eftir þessu lagi því að ég og allar vinkonur mínar höfum endalaust hlustað á þetta lag. Við notum kórusinn úr laginu. Svo var ég í bekk með D What úr laginu og við unnum síðar saman! Þær fengu svo mikið „hate“ á þetta lag, eins og Reykjavíkurdætur hafa fengið, á meðan litlir nördar eins og ég voru bara „ómægad! Stelpur að rappa!“ þannig að mér þykir mjög vænt um þetta lag. Þarna verða ég, Young Karin, Ragga Holm, Salka og Jóhanna.“ Í kvöld verður svo útgáfupartí á Prikinu sem mun teygja sig út í port – á sama tíma er J-dagurinn þegar jólabjórinn fer í sölu og þar er nágranni Priksins, Danski barinn, ákveðinn miðpunktur. Þannig að það má búast við fjöri. Plötuna má finna á Spotify en hún kemur út á vínyl. stefanthor@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband Vísir frumsýnir myndbandið við lagið Hvað er málið. 26. desember 2017 12:00 Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband Vísir frumsýnir myndbandið við lagið Hvað er málið. 26. desember 2017 12:00
Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00