„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Bjarki og Ástrós. Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729 Ísland í dag Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729
Ísland í dag Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira