Athvarf listamanna í 35 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983. Sólveig Johnsen stýrir nú Gauknum af hugsjón, ásamt Starra Haukssyni. Fréttabladid/Eyþór „Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira